Risatilboði Chelsea hafnað - Tekur Nuno við West Ham? - Tveir á blaði United - Ungur miðvörður til Arsenal?
Magnús Már: Alls ekki leikur sem við eigum að tapa 3-1
Viktor Jóns um að tengja saman sigra: Búnir að bíða lengi eftir þessu
Damir: Við þurfum að taka gamla góða einn leik í einu núna
Láki: Heilt yfir bara jafn leikur ólíkra liða
Lárus Orri kjarnyrtur „Berjast fyrir þessu og fara í svolítið fuck you mode"
Dóri Árna: Það er alveg rétt að stigasöfnun hefur verið rýr í síðustu deildarleikjum
Breki Baxter: FH leikurinn situr núna í okkur
Gummi Kristjáns léttur: Er að spila alltof aftarlega á vellinum
Túfa hefur ekki áhyggjur - „Alvöru menn taka mótlætið á kassann“
„Ekkert að rífa okkur upp til skýja fyrir að vinna Val hérna“
Valdimar Þór: Þurftum ekkert að elta þá út um allt
Sölvi eftir stórsigur á Meistaravöllum: Líst mjög vel á þetta gras hér í KR
Óskar Hrafn hugar að breytingum: Egó þjálfarans getur ekki verið að þvælast fyrir árangri liðsins
Davíð Smári: Ósáttur með að við skulum gleyma fyrir hvað við stöndum
Bjarni Guðjón: Það er gaman að vera Þórsari í dag
„Fullyrði að ekki nokkur leikmaður hefur bætt sig jafn mikið eftir þrítugt"
Rúnar: Þá tekur þú ekki besta leikmanninn í liðinu útaf
Hallgrímur Mar: Getum engum öðrum en sjálfum okkur um kennt
Heimir: Þeir voru að svæfa leikinn og komust upp með það
Jón Daði: Þarf að komast í burtu frá fótbolta og hreinsa hugan
   fös 23. ágúst 2019 20:53
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Vienna: Frábært að skora fimm gegn nágrönnunum
Kvenaboltinn
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Góð tilfinning að sigra, erfiður völlur heim að sækja og frábært að skora fimm mörk gegn nágrönnunum," sagði Vienna Behnke, leikmaður Hauka og þriggja marka kona, eftir 3-5 útisgur Hauka gegn FH á útivelli í Inkasso-deild kvenna í kvöld.

Lestu um leikinn: FH 3 - 5 Haukar.

„Þær settu aðeins á okkur, náðu inn þremur en við héldum út. Svolítið þreytt en tilfinningin góð."

„Mér leið aldrei eins og FH myndi ná að jafna. Þær eru með góða sókn en ég hafði alltaf þá trú á okkar liði að þær myndu ekki jafna. Við ætluðum ekki að leyfa þeim að skora fimm eða sex á okkur."

„Það hjálpar mikið að hafa mikinn og góðan stuðning eins og við fengum í kvöld þegar maður hleypur og berst. Við gerðum mikið af því í seinni hálfleik og stuðningur úr stúkunni gerði mann minna þreyttan, hann hélt okkur gangandi."

„Ég elska að vera hér. Bakmeiðsli héldu mér frá í fyrra og ég er loksins komin á ról aftur. Vonandi verð ég hér áfram á næstu leiktíð."

Viðtalið í heild sinni má sjá í spilaranum efst.
Athugasemdir