Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mán 23. september 2019 12:55
Magnús Már Einarsson
Gummi Bö hættur í Breiðabliki
Guðmundur Böðvar Guðjónsson.
Guðmundur Böðvar Guðjónsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Varnar og miðjumaðurinn Guðmundur Böðvar Guðjónsson er hættur að spila með liði Breiðabliks en þetta staðfesti hann í samtali við Fótbolta.net í dag.

Guðmundur Böðvar lék sinn síðasta leik með Blikum þegar hann spilaði lokamínúturnar í leik liðsins gegn Stjörnunni í þarsíðustu umferð.

„Hlutverkið fannst mér aðeins hafa breyst, spiltíminn sama sem enginn orðinn og þess vegna fór ég þess á leit við klúbbinn að stoppa núna," sagði Guðmundur við Fótbolta.net í dag.

Guðmundur er þrítugur en hann hefur komið við sögu í sex leikjum í Pepsi Max-deildinni í sumar og tveimur í Mjólkurbikarnum.

Guðmundur er uppalinn hjá ÍA en hann kom til Breiðabliks frá Fjölni fyrir síðasta tímabil.

Samtals hefur Guðmundur spilað 97 leiki í efstu deild á ferlinum og skorað þrjú mörk.
Athugasemdir
banner
banner
banner