Bayern vill 100 milljónir fyrir Olise - Chelsea reynir að fá Guehi og Maignan frítt - Konate ætlar til Real Madrid
Gummi Kristjáns léttur: Er að spila alltof aftarlega á vellinum
Túfa hefur ekki áhyggjur - „Alvöru menn taka mótlætið á kassann“
„Ekkert að rífa okkur upp til skýja fyrir að vinna Val hérna“
Valdimar Þór: Þurftum ekkert að elta þá út um allt
Sölvi eftir stórsigur á Meistaravöllum: Líst mjög vel á þetta gras hér í KR
Óskar Hrafn hugar að breytingum: Egó þjálfarans getur ekki verið að þvælast fyrir árangri liðsins
Davíð Smári: Ósáttur með að við skulum gleyma fyrir hvað við stöndum
Bjarni Guðjón: Það er gaman að vera Þórsari í dag
„Fullyrði að ekki nokkur leikmaður hefur bætt sig jafn mikið eftir þrítugt"
Rúnar: Þá tekur þú ekki besta leikmanninn í liðinu útaf
Hallgrímur Mar: Getum engum öðrum en sjálfum okkur um kennt
Heimir: Þeir voru að svæfa leikinn og komust upp með það
Jón Daði: Þarf að komast í burtu frá fótbolta og hreinsa hugan
Bjarni Jó: Það kannski einkennir lið sem er að falla
Ingimar Arnar skoraði sigurmarkið: Ég man ekki einu sinni eftir þessu
Jóhann Birnir: Svekkelsi
Sigfús Fannar: Þetta mark var fyrir hana
Siggi Höskulds: Fannst við eiga skilið að vinna þessa deild
Addi Grétars: Ekki mikil fótboltaleg gæði
Aron Ingi: Það var bara eitt markmið og það var að fara beint upp
   lau 23. september 2023 17:42
Brynjar Ingi Erluson
Hemmi Hreiðars: Ógeðslega fúlt og svekkjandi
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Hermann Hreiðarsson, þjálfari ÍBV, var svekktur eftir 2-2 jafnteflið gegn Fram á Hásteinsvelli.

Lestu um leikinn: ÍBV 2 -  2 Fram

Eyjamenn eru í harðri fallbaráttu og því dýrkeypt að fá á sig jöfnunarmark í uppbótartíma síðari hálfleiks.

Það þýðir að ÍBV er enn í fallsæti með 21 stig þegar þrír leikir eru eftir.

„Það er tvennt; svekktur að ná ekki í þrjú stig af því við áttum það skilið, vorum sterkari aðilinn, grimmari og langaði þetta meira og því er svekkjandi að taka ekki þrjú stig, en að sama skapi gríðarlega stoltur af liðinu, karakternum og andanum í klefanum. Við sýndum blóð á tönnunum og langaði þetta mikið.“

„Jájá, þetta er gríðarlega svekkjandi. Þeir reyndu ekki mikið á okkar mark í dag og fá á okkur tvö mörk er ógeðslega fúlt og svekkjandi, þá sérstaklega á síðustu mínútunum. Línan er bara of neðarlega og það eru fyrstu mistökin í þessu. Hvar sem línan er þá verður þú að klára þinn mann og það vantar fókus í það og þreyta í mönnum, en við erum búnir að hafa svo mikið fyrir því að komast í þessa stöðu og því ógeðslega fúlt að klára það ekki.“

„Það sást langar leiðir að menn ætluðu sér meira en að bíða eftir að leikurinn væri flautaður af í 1-0. Það var alveg klárt, komumst í góðar fyrirgjafastöður og fengum færi. Boltinn var mikið í vítateig hjá þeim og það skilaði sér á endanum og var verðskuldað,“
sagði Hermann við Fótbolta.net.

Hermann sér miklar framfarir og telur að þetta hafi verið einn af betri leikjum tímabilsins.

„Það er stígandi í þessu. Þetta var klárlega einn af okkar betri leikjum og hugarfarið alveg 'spot-on' í dag.“

Oliver Heiðarsson tognaði snemma leiks og var skipt af velli, en Hermann er ekki viss hvort hann verði meira með á tímabilinu.

„Við verðum að sjá hversu alvarlegt þetta er, en auðvitað er lítið eftir. Það eru tvær vikur eftir og það er yfirleitt einhver tími sem fer í þetta. Ég veit það ekki og við erum ekki með niðurstöður úr því, en vonandi verður hann eitthvað í síðustu leikjunum,“ sagði Hermann ennfremur en hann ræðir einnig um Sverri Pál Hjaltested, Tómas Bent Magnússon og Sigurð Grétar Benónýsson í viðtalinu hér fyrir ofan.
Athugasemdir
banner