Risatilboði Chelsea hafnað - Tekur Nuno við West Ham? - Tveir á blaði United - Ungur miðvörður til Arsenal?
   lau 23. október 2021 13:12
Aksentije Milisic
England: Chelsea leiddi Kanarífuglana til slátrunar
Chilwell skoraði aftur.
Chilwell skoraði aftur.
Mynd: EPA
Þrenna.
Þrenna.
Mynd: EPA
Chelsea 7 - 0 Norwich
1-0 Mason Mount ('8 )
2-0 Callum Hudson-Odoi ('18 )
3-0 Reece James ('42 )
4-0 Ben Chilwell ('57 )
5-0 Maximillian Aarons ('62 , sjálfsmark)
6-0 Mason Mount ('85 , víti)
7-0 Mason Mount ('90)
Rautt spjald: Ben Gibson, Norwich ('65)

Topplið Chelsea mætti botnliði Norwich í fyrsta leik dagsins í ensku úrvalsdeildinni.

Þeir bláklæddu gjörsamlega völtuðu yfir Kanarífuglana og hefur leikurinn auðveldlega getað endað stærra en 7-0.

Mason Mount gerði þrennu fyrir Chelsea en hann klúðraði vítaspyrnu í síðari hálfleiknum. Hins vegar var Tim Kruul kominn af marklínunni og fékk Mount því að taka spyrnuna aftur og skoraði en naumlega þó.

Callum Hudson-Odoi, Reece James og Ben Chilwell komust allir á blað en Chilwell var þarna að skora í sínum þriðja leik í röð. Vinstri bakvörðurinn kominn í markaskónna.

Eitt markanna var sjálfsmark frá Maximillian Aarons en Ben Gibson fékk rautt spjald á 65. mínútu. Martraðar leikur hjá Norwich í dag sem er enn án sigurs í deildinni.

Chelsea er nú með fjórum stigum meira heldur en Liverpool sem situr í öðru sætinu en Liverpool mætir Manchester United á morgun á Old Trafford.
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Liverpool 4 4 0 0 9 4 +5 12
2 Arsenal 4 3 0 1 9 1 +8 9
3 Tottenham 4 3 0 1 8 1 +7 9
4 Bournemouth 4 3 0 1 6 5 +1 9
5 Chelsea 4 2 2 0 9 3 +6 8
6 Everton 4 2 1 1 5 3 +2 7
7 Sunderland 4 2 1 1 5 3 +2 7
8 Man City 4 2 0 2 8 4 +4 6
9 Crystal Palace 4 1 3 0 4 1 +3 6
10 Newcastle 4 1 2 1 3 3 0 5
11 Fulham 4 1 2 1 3 4 -1 5
12 Brentford 4 1 1 2 5 7 -2 4
13 Brighton 4 1 1 2 4 6 -2 4
14 Man Utd 4 1 1 2 4 7 -3 4
15 Nott. Forest 4 1 1 2 4 8 -4 4
16 Leeds 4 1 1 2 1 6 -5 4
17 Burnley 4 1 0 3 4 7 -3 3
18 West Ham 4 1 0 3 4 11 -7 3
19 Aston Villa 4 0 2 2 0 4 -4 2
20 Wolves 4 0 0 4 2 9 -7 0
Athugasemdir
banner