Arsenal á góða möguleika á að fá Rodrygo - Atletico leggur allt kapp á að fá Romero - West Ham hafnaði tilboði í Kudus
   lau 23. október 2021 12:40
Aksentije Milisic
Tuchel: Mikill munur á að þjálfa Lukaku heldur en Neymar og Mbappe
Thomas Tuchel, stjóri Chelsea, hefur sagt frá því að það sé miklu auðveldara að þjálfa leikmann eins og Romelu Lukaku heldur en Neymar og Kylian Mbappe.

Tuchel kom PSG í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu árið 2020 en þar tapaði liðið gegn Bayern Munchen. Hann gerði sér hins vegar lítið fyrir og vann keppnina ári síðar með núverandi liði sínu, Chelsea.

„Chelsea og PSG eru mjög ólík þegar þú horfir á eiginleika og menningu. Hjá PSG leið mér eins og ég væri íþróttamálaráðherra, ég þurfti að passa upp á fjölskyldur leikmanna og jafnvel vini þeirra. Hjá Chelsea er andrúmsloftið mun rólegra," sagði Þjóðverjinn.

„Það er auðveldara að þjálfa Lukaku heldur en Neymar og Mbappe sem dæmi."

Tuchel hefur gert magnaða hluti með lið Chelsea síðan hann tók við af Frank Lampard á síðustu leiktíð.
Athugasemdir