Chelsea verðmetur Jackson á 100 milljónir punda - Rashford efstur á óskalista Barcelona - Sancho til Juventus?
banner
   sun 24. janúar 2021 07:30
Victor Pálsson
Nagelsmann um sögusagnirnar: Hægt að lesa verri hluti
Julian Nagelsmann, stjóri RB Leipzig, viðurkennir að það sé ákveðinn heiður sem fylgir því að vera orðaður við Real Madrid.

Nagelsmann hefur gert afar góða hluti með Leipzig í Þýskalandi og er nú orðaður við starf Zinedine Zidane hjá Real.

Það gæti verið heitt undir Zidane eftir að Real tapaði gegn liði í þriðju deild í spænska Konungsbikarnum.

Nagelsmann hefur tekið eftir þessum sögusögnum en er þó ekki að missa sig vegna slúðurs.

„Það er hægt að lesa verri hluti!" sagði Nagelsmann í samtali við Sky Sports um sögusagnirnar.

„Ég veit hins vegar að það sem er skrifað í blöðunum er ekki alltaf sannleikurinn."
Athugasemdir
banner