Börsungar vilja varnarmann Bournemouth - Man Utd vill tvo leikmenn - Igor Thiago til Liverpool?
   fös 24. janúar 2025 11:43
Elvar Geir Magnússon
Maresca talar áhugann á Garnacho niður
Enzo Maresca, stjóri Chelsea, gerði frekar lítið úr fréttum af áhuga félagsins á Alejandro Garnacho, leikmanni Manchester United. Fullyrt hefur verið í enskum fjölmiðlum að Chelsea hafi rætt við umboðsmenn Garnacho.

Maresca segir að Chelsea þurfi ekki að styrkja sig á köntunum í janúarglugganum.

„Ég er ánægður með þá möguleika sem við höfum og þá leikmenn sem við erum með. Pedro Neto og Noni Madueke eru hægra megin og Jadon Sancho vinstra megin. Mykhailo Mudryk
er ekki með okkur sem stendur en við höfum Tyrique George (18 ára) sem er ungur leikmaður sem getur hjálpað okkur. Við erum í lagi þarna,"
sagði Maresca.

Chelsea heimsækir Manchester City klukkan 17:30 á morgun. Maresca fór yfir stöðuna á hópnum fyrir þann leik.

Hann greindi frá því að Levi Colwill og Enzo Fernandez ættu möguleika á að spila, það færi eftir æfingunni í dag. Romeo Lavia er aftur kominn á meiðslalistann og spilar væntanlega ekki næstu vikurnar.
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 17 12 3 2 31 10 +21 39
2 Man City 17 12 1 4 41 16 +25 37
3 Aston Villa 17 11 3 3 27 18 +9 36
4 Chelsea 17 8 5 4 29 17 +12 29
5 Liverpool 17 9 2 6 28 25 +3 29
6 Sunderland 17 7 6 4 19 17 +2 27
7 Man Utd 17 7 5 5 31 28 +3 26
8 Crystal Palace 17 7 5 5 21 19 +2 26
9 Brighton 17 6 6 5 25 23 +2 24
10 Everton 17 7 3 7 18 20 -2 24
11 Newcastle 17 6 5 6 23 22 +1 23
12 Brentford 17 7 2 8 24 25 -1 23
13 Fulham 17 7 2 8 24 26 -2 23
14 Tottenham 17 6 4 7 26 23 +3 22
15 Bournemouth 17 5 7 5 26 29 -3 22
16 Leeds 17 5 4 8 24 31 -7 19
17 Nott. Forest 17 5 3 9 17 26 -9 18
18 West Ham 17 3 4 10 19 35 -16 13
19 Burnley 17 3 2 12 19 34 -15 11
20 Wolves 17 0 2 15 9 37 -28 2
Athugasemdir
banner
banner