Man City að undirbúa tilboð í Guehi - Man Utd hyggst ekki fá Rashford aftur - Gomez áfram hjá Liverpool
Siggi Lár: Ætla ekki ræða einhver ákvæði í samningnum núna
Valdi Keflavík fram yfir ÍBV - „Þykir rosalega vænt um fólk í Eyjum“
Gummi Magg: Sá fyrir mér öðruvísi endi með uppeldisfélaginu
Fótbolta nördinn - Fótbolti.net vs Fylkir
„Myndi ekki vilja fara aftur upp á geðheilsuna“
17 ára á toppnum í Danmörku - „Finnst ég vera á sama getustigi ef ekki betri“
Ísak Andri tók fund með meisturunum - „Skoða alla möguleika núna í janúar“
Fótbolta nördinn - Draumaliðið vs KR
Kristall Máni: Hef alltaf vitað að fótboltahæfileikarnir hverfa ekki
Jóladagatalið: Stólar fullir af hálfvitum
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Jóladagatalið: Allir á þjóðhátið, það er skylda hjá mér!
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
Jóladagatalið: Þið vitið aldrei neitt um okkur
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
   mán 24. febrúar 2014 13:43
Magnús Már Einarsson
Freyr: Óhjákvæmilega eru ákveðin kynslóðaskipti
Kvenaboltinn
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
,,Óhjákvæmilega eru ákveðin kynslóðaskipti í gangi núna. Það eru margar breytingar og margir leikmenn eru að stíga sín fyrstu spor og þurfa að fá meiri leikreyslu og stærra hlutverk í liðinu," sagði Freyr Alexandersson landsliðsþjálfari kvenna við Fótbolta.net mótið eftir að hann tilkynnti hópinn sem fer á Algarve mótið.

Margar breytingar eru á hópnum frá því í fyrra en nokkrir leikmenn eru fjarverandi.

,,Það vantar gríðarlega reynda leikmenn. Sif Atladóttir og Hólmfríður Magnúsdóttir eru þar fremst í flokki. Við erum með mjög unga varnarlínu núna og Sif hefði getað hjálpað þar. Við verðum að vona að þær nái sér sem fyrst því við þurfum á þeim að halda í undankeppni HM," sagði Freyr sem fær núna tækifæri til að leyfa öðrum leikmönnum að spreyta sig.

,,Það er mjög spennandi fyrir okkur að fá að gefa leikmönnum reynslu gegn toppþjóðum við góðar aðstæður. Þær munu gera mistök en við þurfum að hjálpa þeim að læra til þess að byggja upp nýtt lið til framtíðar."

Íslenska liðið mætir Kína, Noregi og Þýskalandi á Algarve mótinu en fyrsti leikur er gegn Þjóðverjum þann 5. mars.

,,Við lítum fyrst og fremst á þetta sem æfingamót og við verðum ekki úrslitamiðuð. Við förum samt auðvitað í alla leiki til að fá góða niðurstöðu. Við erum að spila við Þýskaland í fyrsta leik sem verður mjög erfitt og við verðum að vera með raunhæf markmið."

Hér að ofan má sjá viðtalið í heild.
Athugasemdir
banner
banner