Tottenham búið að finna arftaka Son - Donnarumma vill fara til Man Utd - Greenwood til Inter?
Birta Georgs: Hugsa um einn leik í einu og spyrja svo að leikslokum.
Ákvörðun sem kom Matta á óvart - „Ekki mitt að tala um, hann verður að svara fyrir þetta"
Heimsóknin - Kormákur/Hvöt og Ýmir
Viktor skoraði mark sem fékk ekki að standa - „Boltinn fer af mjöðminni minni."
Sveinn Gísli: Ég ætla ekki að jinxa neitt
Sölvi: Þurfum svo sannarlega á honum að halda
Haddi Jónasar: Erum á miklu betri stað núna en við vorum á fyrir tveimur mánuðum
Heimir: Svekktur að taka ekki þrjú stig á heimavelli
Dóri Árna: Það kannast enginn í dómarateyminu við að hafa séð þetta eða dæmt þetta
Láki: Flest lið eru búin að þjást á móti KR í sumar
Alex Freyr: Frábær byrjun á þessari veislu
Óskar Hrafn: Frammistaðan veldur áhyggjum
Víkingar fara til Danmerkur - „Fínt að fara aðeins nær en að vera fara til Kósóvó eða Albaníu"
Miklu meira álag á Val en Zalgiris - „Að komast áfram er ekki bara fyrir okkur“
Sölvi Geir: Erum komnir í törn sem er virkilega skemmtileg en á sama tíma krefjandi
Danni Hafsteins: Bara geggjað, alltaf gaman í Köben
Jón Óli: Hrikalega sár og svekktur
Kom Adam á óvart að hafa ekki byrjað - „Ég get ekkert sagt“
Þjálfari Silkeborg: Þetta er ekki léttir heldur gleði
Nik: Ég myndi ekki segja að ég væri stoltur
   mið 24. apríl 2019 16:35
Hafliði Breiðfjörð
Gústi Gylfa: Í alvarlegri skoðun að fá Höskuld í Breiðablik
Gústi Gylfa er þjálfari Breiðabliks.
Gústi Gylfa er þjálfari Breiðabliks.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Breiðablik hefur haft í nægu að snúast í leikmannamálum síðustu daga en Guðjón Pétur Lýðsson kom á dögunum til liðs við félagið frá KA og í dag kom Arnar Sveinn Geirsson úr Val. Fleiri tíðindi eru á döfinni frá félaginu að sögn Ágústs Þórs Gylfasonar þjálfara liðsins.

„Það er búið að vera rólegt í Kópavoginum frá áramótum og við vissum að við ætluðum að styrkja liðið. Við erum að vinna í þeim hlutum. Það er spennandi framundan og við erum að þétta raðirnar með góðan hóp og blöndu. Það er mikið af ungum strákum frá Breiðabliki og verður spennandi. Það er smá breytt frá í fyrrra því við höfum misst eitthvað af leikmönunum en búnir að fá marga góða til okkar."

Höskuldur Gunnlaugsson hefur verið orðaður við endurkomu í Kópavoginn frá Halmstad í Svíþjóð. Ágúst staðfesti að unnið sé í þeim málum.

„ Það eru hræringar með Höskuld. Það er í alvarlegri skoðun og við sjáum til hvert það leiðir. Við erum í samningaviðræðum við félagið úti með framhaldið. Ég á von á að það gangi upp."

Ágúst staðfesti líka að Jonathan Hendrickx gæti farið frá félaginu í belgískt félag á miðju sumri en það skýrist fljótlega.

Pepsi Max-deildin:

föstudagur 26. apríl
20:00 Valur-Víkingur R. (Origo völlurinn)

laugardagur 27. apríl
14:00 Grindavík-Breiðablik (Grindavíkurvöllur)
14:00 ÍBV-Fylkir (Hásteinsvöllur)
16:00 FH-HK (Kaplakrikavöllur)
16:00 ÍA-KA (Norðurálsvöllurinn)
20:00 Stjarnan-KR (Samsung völlurinn)

Smelltu hér til að hlusta á upphitunarþátt deildarinnar
Athugasemdir
banner
banner