Maignan orðaður við Chelsea á ný - West Ham lítur í kringum sig eftir nýjum stjóra - Ensk stórlið vilja Bremer
Gummi Kri um Jökul: Hann gerir töluvert meira gagn þar heldur en upp í stúku
Heimir: Ef það er einhver sem ég vil að fái svona færi þá er það Bjarni, fyrir utan Björn Daníel
Markmiðið sett eftir Bröndby leikinn: „Búnir að standast prófið hingað til“
Þórarinn Ingi: Ég er bara að vinna hérna og hjálpa til eins og ég get
Segir Sigurð besta dómara landsins - „Búinn að fá alveg nóg og lét gamminn geisa“
Gylfi: Tímabært fyrir dómarana að fá VAR hjálp
Hallgrímur Jónasson: Ég fór á háu nóturnar
Óskar Hrafn: Við höfum örlögin í okkar höndum
Láki: Stundum þarf maður að vera pínu bófi
Birnir Snær: Okkur fjölskyldunni líður ótrúlega vel hérna
Alex Freyr: Þurfum að loka svona leikjum 6 til 7-0
Maggi með ákall til stuðningsmanna - „Þurfum að fylla völlinn og búa til alvöru stemningu"
Stefan Ljubicic: Féll allt á einhvern hátt fyrir okkur
Venni: Þetta er bara leikaraskapur og hann kemst upp með það
Ívar Örn: Manni finnst maður oft vera full gamall
Hemmi Hreiðars: Stórkostlegt að vera komnir þetta langt á kornungu liði
Haraldur Freyr: Hjálpar okkur helling að við vorum í þessum leik í fyrra
Gunnar Heiðar: Ég er að verða atvinnulaus núna
Ingvar Freyr: Verður einhver helvítis veisla næstu helgi
Berglind Björg: Ég er bara ótrúlega stolt af þessu
banner
   mið 24. apríl 2019 16:35
Hafliði Breiðfjörð
Gústi Gylfa: Í alvarlegri skoðun að fá Höskuld í Breiðablik
Gústi Gylfa er þjálfari Breiðabliks.
Gústi Gylfa er þjálfari Breiðabliks.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Breiðablik hefur haft í nægu að snúast í leikmannamálum síðustu daga en Guðjón Pétur Lýðsson kom á dögunum til liðs við félagið frá KA og í dag kom Arnar Sveinn Geirsson úr Val. Fleiri tíðindi eru á döfinni frá félaginu að sögn Ágústs Þórs Gylfasonar þjálfara liðsins.

„Það er búið að vera rólegt í Kópavoginum frá áramótum og við vissum að við ætluðum að styrkja liðið. Við erum að vinna í þeim hlutum. Það er spennandi framundan og við erum að þétta raðirnar með góðan hóp og blöndu. Það er mikið af ungum strákum frá Breiðabliki og verður spennandi. Það er smá breytt frá í fyrrra því við höfum misst eitthvað af leikmönunum en búnir að fá marga góða til okkar."

Höskuldur Gunnlaugsson hefur verið orðaður við endurkomu í Kópavoginn frá Halmstad í Svíþjóð. Ágúst staðfesti að unnið sé í þeim málum.

„ Það eru hræringar með Höskuld. Það er í alvarlegri skoðun og við sjáum til hvert það leiðir. Við erum í samningaviðræðum við félagið úti með framhaldið. Ég á von á að það gangi upp."

Ágúst staðfesti líka að Jonathan Hendrickx gæti farið frá félaginu í belgískt félag á miðju sumri en það skýrist fljótlega.

Pepsi Max-deildin:

föstudagur 26. apríl
20:00 Valur-Víkingur R. (Origo völlurinn)

laugardagur 27. apríl
14:00 Grindavík-Breiðablik (Grindavíkurvöllur)
14:00 ÍBV-Fylkir (Hásteinsvöllur)
16:00 FH-HK (Kaplakrikavöllur)
16:00 ÍA-KA (Norðurálsvöllurinn)
20:00 Stjarnan-KR (Samsung völlurinn)

Smelltu hér til að hlusta á upphitunarþátt deildarinnar
Athugasemdir
banner