Næstu þrír leikir ráða framtíð Amorim - Glasner, Southgate, Silva og Iraola orðaðir við Man Utd - Liverpool horfir til Araujo
Karl Ágúst talar um hátt spennustig - „Allt undir á sunnudaginn"
Haraldur Freyr: Það er bara hálfleikur í þessu
Gunnar Heiðar um rauða spjald Diouck: Leiðinlegt að þurfa að fara í einhvern svona leik
Magnús Már: Það er gjörsamlega óásættanlegt
Viktor Jóns: Tók eftir því strax í vetur hvað býr í þessum gæja
Damir: Það er enginn skjálfti
Láki: Þetta réðst ekki hér
Lárus Orri kjarnyrtur „Berjast fyrir þessu og fara í svolítið fuck you mode"
Dóri Árna: Það er alveg rétt að stigasöfnun hefur verið rýr í síðustu deildarleikjum
Breki Baxter: FH leikurinn situr núna í okkur
Gummi Kristjáns léttur: Er að spila alltof aftarlega á vellinum
Túfa hefur ekki áhyggjur - „Alvöru menn taka mótlætið á kassann“
„Ekkert að rífa okkur upp til skýja fyrir að vinna Val hérna“
Valdimar Þór: Þurftum ekkert að elta þá út um allt
Sölvi eftir stórsigur á Meistaravöllum: Líst mjög vel á þetta gras hér í KR
Óskar Hrafn hugar að breytingum: Egó þjálfarans getur ekki verið að þvælast fyrir árangri liðsins
Davíð Smári: Ósáttur með að við skulum gleyma fyrir hvað við stöndum
Bjarni Guðjón: Það er gaman að vera Þórsari í dag
„Fullyrði að ekki nokkur leikmaður hefur bætt sig jafn mikið eftir þrítugt"
Rúnar: Þá tekur þú ekki besta leikmanninn í liðinu útaf
   fim 24. apríl 2025 22:26
Stefán Marteinn Ólafsson
Magnús Már: Þetta er það sem gerist ef það er trú og liðsheild
Magnús Már Einarsson þjálfari Aftureldingar
Magnús Már Einarsson þjálfari Aftureldingar
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Afturelding tók á móti Víkingum í 3. umferð Bestu deild karla í kvöld við Malbikstöðina að Varmá. 

Sögulegt kvöld fyrir heimamenn í Aftureldingu því þeir unnu sinn fyrsta sigur í efstu deild.


Lestu um leikinn: Afturelding 1 -  0 Víkingur R.

„Þetta var frábær sigur og mér fannst hann verðskuldaður" Sagði Magnús Már Einarsson þjálfari Aftureldingar eftir sigurinn í kvöld. 

„Eftir fyrstu 15-20 mín þá fannst mér við ógna meira að markinu. Við skorum eitt gott mark og hefðum getað skorað fleiri" 

„Mér fannst við loka vel á þeirra aðgerðir. Við vorum að mæta gríðarlega góðu liði þannig þvílíkt hrós á strákana. Þetta er það sem gerist ef það er trú og liðsheild hjá okkur. Þá gerast góðir hlutir og frábærlega gert hjá drengjunum í dag"

Afturelding voru hægir af stað í kvöld en um leið og þeir komust í takt þá tóku þeir öll völd á vellinum.

„Þetta er það sem við ætluðum að gera. Það var smá skrekkur í mönnum í byrjun og kannski ekki ósvipað fyrstu tveimur leikjunum. Mér finnst við hafa verið aðeins of mikið inni í skelinni en mér fannst allt annað dæmi í dag. Við vorum miklu hugrakkari og þetta var frábær vinnusemi hjá öllum og allir að leggja sitt að mörkum. Frábær leikur hjá allri liðsheildinni" sagði Magnús Már Einarsson.

Nánar er rætt við Magnús Már Einarsson í spilaranum hér fyrir ofan. 


Besta-deild karla
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    Víkingur R. 22 12 6 4 47 - 27 +20 42
2.    Valur 22 12 4 6 53 - 35 +18 40
3.    Stjarnan 22 12 4 6 43 - 35 +8 40
4.    Breiðablik 22 9 7 6 37 - 35 +2 34
5.    FH 22 8 6 8 41 - 35 +6 30
6.    Fram 22 8 5 9 32 - 31 +1 29
7.    ÍBV 22 8 5 9 24 - 28 -4 29
8.    KA 22 8 5 9 29 - 39 -10 29
9.    Vestri 22 8 3 11 23 - 28 -5 27
10.    KR 22 6 6 10 42 - 51 -9 24
11.    ÍA 22 7 1 14 26 - 43 -17 22
12.    Afturelding 22 5 6 11 29 - 39 -10 21
Athugasemdir
banner
banner