Solanke á sölulista hjá Tottenham - Tilboðum Tottenham og Man Utd í Semenyo hafnað - Tottenham á eftir Samu
Ragnar Bragi: Sýnir að klúbbnum sé alvara
Heimir setur titlasöfnun til hliðar: Núna er að búa til eitthvað
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
Túfa um Val: Miðað við allt sem ég er búinn að gera á ég þetta ekki skilið
Aron Sig stendur við ummæli sín: Sjá allir að við erum að fara taka yfir
Elmar Atli sár og svekktur: Að taka þessa ákvörðun í þessari stöðu er óskiljanlegt
Var afskaplega drjúgur fyrir KR í úrslitaleikjunum
Luke Rae um hasarinn: Það var ekkert alvarlegt
Eiði Aroni fannst liðið gefast upp - „Ekki sjón að sjá okkur eftir bikartitilinn"
Tilfinningarnar báru Hrannar ofurliði
Óskar Hrafn: Skrifað í skýin að við fengjum þetta verkefni til að leysa
Björn Daníel leggur skóna á hilluna: Blóðið orðið svart og hvítt
Rúnar: Það mun vera í sögubókunum
Maggi: Opinn fyrir því að halda áfram
   fim 24. apríl 2025 22:26
Stefán Marteinn Ólafsson
Magnús Már: Þetta er það sem gerist ef það er trú og liðsheild
Magnús Már Einarsson þjálfari Aftureldingar
Magnús Már Einarsson þjálfari Aftureldingar
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Afturelding tók á móti Víkingum í 3. umferð Bestu deild karla í kvöld við Malbikstöðina að Varmá. 

Sögulegt kvöld fyrir heimamenn í Aftureldingu því þeir unnu sinn fyrsta sigur í efstu deild.


Lestu um leikinn: Afturelding 1 -  0 Víkingur R.

„Þetta var frábær sigur og mér fannst hann verðskuldaður" Sagði Magnús Már Einarsson þjálfari Aftureldingar eftir sigurinn í kvöld. 

„Eftir fyrstu 15-20 mín þá fannst mér við ógna meira að markinu. Við skorum eitt gott mark og hefðum getað skorað fleiri" 

„Mér fannst við loka vel á þeirra aðgerðir. Við vorum að mæta gríðarlega góðu liði þannig þvílíkt hrós á strákana. Þetta er það sem gerist ef það er trú og liðsheild hjá okkur. Þá gerast góðir hlutir og frábærlega gert hjá drengjunum í dag"

Afturelding voru hægir af stað í kvöld en um leið og þeir komust í takt þá tóku þeir öll völd á vellinum.

„Þetta er það sem við ætluðum að gera. Það var smá skrekkur í mönnum í byrjun og kannski ekki ósvipað fyrstu tveimur leikjunum. Mér finnst við hafa verið aðeins of mikið inni í skelinni en mér fannst allt annað dæmi í dag. Við vorum miklu hugrakkari og þetta var frábær vinnusemi hjá öllum og allir að leggja sitt að mörkum. Frábær leikur hjá allri liðsheildinni" sagði Magnús Már Einarsson.

Nánar er rætt við Magnús Már Einarsson í spilaranum hér fyrir ofan. 


Besta-deild karla
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    Víkingur R. 22 12 6 4 47 - 27 +20 42
2.    Valur 22 12 4 6 53 - 35 +18 40
3.    Stjarnan 22 12 4 6 43 - 35 +8 40
4.    Breiðablik 22 9 7 6 37 - 35 +2 34
5.    FH 22 8 6 8 41 - 35 +6 30
6.    Fram 22 8 5 9 32 - 31 +1 29
7.    ÍBV 22 8 5 9 24 - 28 -4 29
8.    KA 22 8 5 9 29 - 39 -10 29
9.    Vestri 22 8 3 11 23 - 28 -5 27
10.    KR 22 6 6 10 42 - 51 -9 24
11.    ÍA 22 7 1 14 26 - 43 -17 22
12.    Afturelding 22 5 6 11 29 - 39 -10 21
Athugasemdir
banner