Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   sun 24. maí 2020 11:30
Ívan Guðjón Baldursson
Michael Keane um andlega erfiðleika: Vildi ekki láta sjá mig
Mynd: Getty Images
Michael Keane, varnarmaður Everton, opnaði sig um andlega erfiðleika sína í viðtali við BBC.

„Ég vildi ekki fara út, ég vildi ekki hitta neinn. Ég skammaðist mín fyrir slæmt gengi á vellinum og vildi ekki láta sjá mig. Ég hélt þessu öllu innra með mér og lagði mikið á mig til að snúa genginu við inná vellinum. Ég brotnaði ekki alveg niður en endaði á að útskýra stöðuna fyrir fjölskylduna með tárin í augunum," sagði Keane.

„Það var mikilvægt fyrir mig, þarna náði ég mínum lægsta punkti og hef verið á uppleið síðan. Það hefur verið mikilvægt að ræða við fjölskylduna og vini og það hefur hjálpað mikið að hitta íþróttasálfræðing."

Keane gekk í raðir Everton sumarið 2017 fyrir 25 milljónir punda. Hann meiddist í leik gegn Sunderland í deildabikarnum og þurfti átta spor til að loka sárinu. Hann kláraði þó leikinn og hélt áfram að spila næstu vikur með verkja- og sýklalyfssprautum til að berjast við sýkinguna. Að lokum endaði hann á spítala vegna sýkingarinnar.

„Þetta var erfiður tímapunktur fyrir liðið og ég vildi ekki láta líta út fyrir að ég væri að gefast upp. Ég vildi bara gera mitt besta og snúa slæmu gengi við. Þegar ég lít til baka var það líklega röng ákvörðun.

„Ég lærði mikið af þessu. Ég lærði á sjálfan mig og nú veit ég hvað ég þarf að gera til að takast á við þetta í framtíðinni."


Keane er 27 ára gamall. Hann hefur spilað 98 leiki fyrir Everton og 10 fyrir enska landsliðið.
Athugasemdir
banner
banner
banner