Paragvæski leikmaðurinn Julio Enciso var maður leiksins er Brighton gerði 1-1 jafntefli við Manchester City í ensku úrvalsdeildinni í kvöld en það er Sky Sports sem sér um einkunnir.
Enciso skoraði stórbrotið jöfnunarmark Brighton með þrumuskoti af 25 metra færi og söng boltinn í netinu.
Hann fær 8 frá Sky Sports, en þeir Jason Steele og Levi Colwill fá einnig 8.
Sex leikmenn Man City fá 7 og þar á meðal Stefan Ortega, markvörður liðsins.
Brighton: Steele (8), Gross (7), Van Hecke (6), Colwill (8), Estupinan (7), Caicedo (7), Gilmour (7), Buonanotte (7), Enciso (8), Mitoma (7), Welbeck (7)
Varamenn: Mac Allister (7), Ferguson (7), Undav (6), Veltman (6)
Man City: Ortega (7), Walker (7), Stones (6), Rodri (6), Lewis (6), Mahrez (7), Bernardo Silva (7), Gundogan (7), De Bruyne (6), Foden (7), Haaland (6).
Varamenn: Palmer (6), Alvarez (6).
Athugasemdir