Kompany vill taka við Bayern - Isak og Brobbey efstir á blaði Arsenal - McKenna orðaður við Chelsea og Man Utd
   mið 24. maí 2023 14:14
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Enski hópurinn: Eze og Trent fá kallið - Enginn Sterling
Eze.
Eze.
Mynd: EPA
Mynd: Getty Images
Gareth Southgate, þjálfari enska landsliðsins, opinberaði í dag 25 manna leikmannahóp fyrir leiki Englands gegn Möltu og Norður-Makedóníu í undankeppni EM.

Sex leikmenn detta út frá síðustu leikjum en það eru þeir Nick Pope, Ben Chilwell, Eric Dier, Reece James, Mason Mount og Ivan Toney.

Hinn 24 ára gamli Eberechi Eze er í fyrsta sinn í enska hópnum og aðrir sem koma inn eru Trent Alexander-Arnold, Lewis Dunk, Tyrone Mings, Sam Johnstone og Callum Wilson. Raheem Sterling er áfram ekki í enska hópnum.

Eze er markahæsti leikmaður Crystal Palace á tímabilinu, hefur skorað tíu mörk og lagt upp fjögur. Lewis Dunk, sem kemur inn í hópinn frá síðasta verkefni, lék sinn fyrsta og eina landsleik til þessa árið 2018.

Markverðir (3): Sam Johnstone, Jordan Pickford, Aaron Ramsdale.

Varnarmenn (9): Trent Alexander-Arnold, Lewis Dunk, Marc Guehi, Harry Maguire, Tyrone Mings, Luke Shaw, John Stones, Kieran Trippier, Kyle Walker.

Miðjumenn (7): Jude Bellingham, Eberechi Eze, Conor Gallagher, Jordan Henderson, James Maddison, Kalvin Phillips, Declan Rice.

Sóknarmenn (6): Phil Foden, Jack Grealish, Harry Kane, Marcus Rashford, Bukayo Saka, Callum Wilson.
Athugasemdir
banner
banner
banner