Arsenal endurnýjar áhuga á Luiz - Man Utd reynir við Todibo - Tottenham vill Sudakov
   mið 24. maí 2023 17:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Pirlo rekinn í Tyrklandi (Staðfest)
Mynd: EPA
Tyrkneska félagið Fatih Karamgumruk hefur staðfest að Andrea Pirlo hafi verið látinn fara frá félaginu.

Pirlo var ráðinn aðalþjálfari liðsins síðasta sumar en var vikið úr starfi þegar þrjár umferðir eru eftir af deildinni.

Tímabilið byrjaði brösulega hjá Pirlo og vannst einungis einn af fyrstu átta leikjunum. Í kjölfarið kom svo ellefu leikja kafli þar sem liðið tapaði ekki leik og einungis einn tapleikur á fimmtán leikja kafla.

Í 34 leikjum sem aðalþjálfari vann Pirlo ellefu leiki, jafnteflin voru ellefu og töpin tólf. Liðið tapaði þremur leikjum sínum undir stjórn Pirlo, þrjú stig duttu þó inn í millitíðinni sem liðið fékk fyrir leikinn gegn Gaziantep sem dró sig úr keppni í kjölfar jarðskjálftanna hræðilegu.

Fatih Karagumruk á leik gegn Kayserispor í næstu umferð. Liðið er í níunda sæti deildarinnar, á síðasta tímabili endaði liðið í áttunda sæti.

Pirlo er 44 ára gamall og hóf stjóraferilinn hjá Juventus þar sem hann var í eitt tímabil og var Karamgumruk annað starfið á stjóraferli Ítalans.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner