Man Utd eflir leit sína að liðsstyrk - David ofarlega á blaði - Ítölsk félög vilja Greenwood - Liverpool vill Olise
   fös 24. maí 2024 16:20
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Svona hafa síðustu tíu leikir Vals og Breiðabliks endað
Valur er með vinninginn síðustu árin.
Valur er með vinninginn síðustu árin.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Blikar eru með fullt hús stiga í deildinni fyrir leik kvöldsins.
Blikar eru með fullt hús stiga í deildinni fyrir leik kvöldsins.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Það er sannkallaður stórleikur í Bestu deild kvenna í kvöld þegar Breiðablik og Valur eigast við á Kópavogsvelli. Bæði þessi lið eru með fullt hús stiga fyrir leikinn.

Breiðablik og Valur þekkja það vel að berjast á toppnum í kvennaboltanum en sú hefur oft verið raunin síðustu árin.

Þetta eru tvö sigursælustu lið landsins þar sem Breiðablik hefur unnið deildina 17 sinnum og Valur hefur unnið deildina 14 sinnum.

Valur hefur haft ákveðna yfirburði síðustu árin og unnið deildina fjórum sinnum í röð.

En hvað gerist í ár?

Það ríkir mikil spenna fyrir leik kvöldsins - þó veðrið sé slæmt - en svona hafa síðustu tíu leikir þessara liða farið:

13. ágúst, 2021 - Breiðablik 0 - 1 Valur (Pepsi Max deildin)
18. apríl, 2022 - Valur 0 - 0 Breiðablik (Meistarakeppni KSÍ)
24. maí, 2022 - Breiðablik 0 - 1 Valur (Besta deildin)
27. ágúst, 2022 - Breiðablik 1 - 2 Valur (Mjólkurbikarinn)
13. september, 2022 - Valur 1 - 1 Breiðablik (Besta deildin)
25. apríl, 2023 - Valur 1 - 0 Breiðablik (Besta deildin)
25. júní, 2023 - Breiðablik 2 - 1 Valur (Besta deildin)
6. október, 2023 - Valur 0 - 1 Breiðablik (Besta deildin)
14. mars, 2024 - Breiðablik 2 - 3 Valur (Lengjubikarinn)
29. mars, 2024 - Valur 2 - 1 Breiðablik (Lengjubikarinn)

Valur: 6 sigrar og 12 mörk skoruð
Tvö jafntefli
Breiðablik: 2 sigrar og 8 mörk skoruð

Leikurinn í kvöld hefst klukkan 18:00 og verður hann spilaður á Kópavogsvelli.
Besta-deild kvenna
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    Breiðablik 9 8 0 1 25 - 4 +21 24
2.    Valur 8 7 0 1 26 - 9 +17 21
3.    Þór/KA 8 6 0 2 22 - 9 +13 18
4.    FH 8 4 1 3 11 - 13 -2 13
5.    Víkingur R. 9 3 3 3 13 - 17 -4 12
6.    Stjarnan 8 3 0 5 12 - 23 -11 9
7.    Tindastóll 8 2 1 5 9 - 17 -8 7
8.    Keflavík 8 2 0 6 7 - 17 -10 6
9.    Fylkir 8 1 2 5 9 - 19 -10 5
10.    Þróttur R. 8 1 1 6 7 - 13 -6 4
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner