
„Þetta var lélegur leikur hjá okkur og við áttum ekkert meira skilð úr þessu." Segir Úlfur Arnar Jökulsson þjálfari Fjölnis eftir 1-1 jafntefli gegn Vestra í dag.
Lestu um leikinn: Fjölnir 1 - 1 Vestri
„Við urðum undir í baráttunni í dag. Við unnum enga seinni bolta. Það er áhyggjuefni vegna þess að við eigum að vera á mikið betri stað en þeir uppá sjálfstraust að gera. Svekkjandi að horfa á þennan leik.
Við vorum ólíkir sjálfum okkur. Lélegir á boltann og gerum ekki það sem við erum góðir í að gera. Slæmur dagur á skrifstofunni.
Fjölnir komst yfir í seinni hálfleik en fá síðan jöfnunarmark í andlitið skömmu eftir það.
„Þetta var bara lélegur varnarleikur. Þetta gerist nokkrum sinnum í leiknum að við erum með lélega fótavinnu einn á móti einum. Þetta eru flinkir og snarpir leikmenn í Vestra. Við snúum okkur frá þeim og sjáum ekki bolta og manninn."
Næsti leikur Fjölnis er sannkallaður toppslagur og sex stiga leikur gegn Aftureldingu.
„Við stefnum alltaf á að taka þrjú stig sama hver andstæðingurinn er og sama hvort það er heima eða úti. Það skiptir engu máli hvar við spilum næsta leik. Planið er alltaf að vinna."
Athugasemdir