Risatilboði Chelsea hafnað - Tekur Nuno við West Ham? - Tveir á blaði United - Ungur miðvörður til Arsenal?
   mán 15. september 2025 19:48
Elvar Geir Magnússon
Lið og leikmaður 22. umferðar - Þrumustuð í Þorpinu
Lengjudeildin
Sigfús Fannar var átta sinnum í liði umferðarinnar.
Sigfús Fannar var átta sinnum í liði umferðarinnar.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Sigurður Heiðar Höskuldsson.
Sigurður Heiðar Höskuldsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Lokaumferð Lengjudeildarinnar var spiluð á laugardag en Þórsarar unnu Þrótt 2-1 á útivelli í hreinum úrslitaleik, fyrir framan um 2.500 manns. Þór vann því deildina og fer beint upp í deild þeirra bestu. Til hamingju Þórsarar.

Þórsarar vinna deildina á meðan Þróttarar fara í umspilið og mæta þar HK-ingum í undanúrslitum. Njarðvík og Keflavík mætast í hinum leiknum.

LEIKMAÐUR UMFERÐARINNAR:
Sigfús Fannar Gunnarsson sóknarmaður Þórs sprakk rækilega út í sumar og var átta sinnum í liði umferðarinnar. Hann skoraði fyrra mark Þórs gegn Þrótti og endaði markahæstur ásamt Oumar Diouck.



Sigurður Heiðar Höskuldsson þjálfari Þórs er þjálfari umferðarinnar og þeir Yann Emmanuel Affi og Christian Greko Jakobsen eru í liði umferðarinnar.

Njarðvík endar í öðru sæti og þarf að komast í gegnum umspilið til að komast upp. Arnleifur Hjörleifsson lagði upp öll mörkin með svipuðum hætti í 3-0 sigri gegn Grindavík. Dominik Radic skoraði tvö mörk. Grindvíkingar náðu að halda sæti sínu í Lengjudeildinni.

Selfoss er fallið eftir 1-4 tap gegn Keflavík. Stefan Ljubicic skilaði marki og stoðsendingu og Sindri Kristinn Ólafsson var frábær í rammanum. Keflvíkingar komust í umspilið.

Eiður Atli Rúnarsson skoraði fyrsta mark HK sem vann 4-0 útisigur gegn Völsungi. HK-ingar luku leik í fjórða sæti og komust í umspilið.

Fylkir vann 2-1 útisigur gegn ÍR. Árbæingar héldu sæti í deildinni og ÍR missti af umspilssæti. Orri Sveinn Segatta skoraði sigurmarkið og þá er Pablo Aguilera Simon einnig í liði umferðarinnar.

Leiknir hélt sér í deildinni en liðið vann 2-1 útisigur gegn Fjölni þar sem Axel Freyr Harðarson var valinn maður leiksins.

Fyrri úrvalslið:
21. umferð - Jóhann Þór Arnarsson (HK)
20. umferð - Liam Daði Jeffs (Þróttur)
19. umferð - Yann Emmanuel Affi (Þór)
18. umferð - Sigfús Fannar Gunnarsson (Þór)
17. umferð - Ólafur Íshólm Ólafsson (Leiknir)
16. umferð - Adam Árni Róbertsson (Grindavík)
15. umferð - Hrafn Tómasson (Þróttur)
14. umferð - Jakob Héðinn Róbertsson (Völsungur)
13. umferð - Einar Freyr Halldórsson (Þór)
12. umferð - Dagur Orri Garðarsson (HK)
11. umferð - Dominik Radic (Njarðvík)
10. umferð - Bergvin Fannar Helgason (ÍR)
9. umferð - Dagur Orri Garðarsson (HK)
8. umferð - Óðinn Bjarkason (ÍR)
7. umferð - Ármann Ingi Finnbogason (Grindavík)
6. umferð - Ívar Arnbro Þórhallsson (Völsungur)
5. umferð - Jóhann Þór Arnarsson (HK)
4. umferð - Elfar Árni Aðalsteinsson (Völsungur)
3. umferð - Gabríel Aron Sævarsson (Keflavík)
2. umferð - Ibrahima Balde (Þór)
1. umferð - Gabríel Aron Sævarsson (Keflavík)
Lengjudeild karla
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    Þór 22 14 3 5 51 - 31 +20 45
2.    Njarðvík 22 12 7 3 50 - 25 +25 43
3.    Þróttur R. 22 12 5 5 43 - 37 +6 41
4.    HK 22 12 4 6 46 - 29 +17 40
5.    Keflavík 22 11 4 7 53 - 39 +14 37
6.    ÍR 22 10 7 5 38 - 27 +11 37
7.    Völsungur 22 7 4 11 36 - 52 -16 25
8.    Fylkir 22 6 5 11 34 - 32 +2 23
9.    Leiknir R. 22 6 5 11 24 - 40 -16 23
10.    Grindavík 22 6 3 13 38 - 61 -23 21
11.    Selfoss 22 6 1 15 25 - 44 -19 19
12.    Fjölnir 22 3 6 13 32 - 53 -21 15
Athugasemdir
banner