Brynjar Björn: Öll liðin eiga möguleika á umspilssæti
Andri Lucas: Þeir sýndu aðeins meiri lit
Kristian Hlyns: Erfitt að fá byrjunarliðssæti í þessu liði
Hákon Arnar: Geggjaður gæi og geggjaður leikmaður
Ísak Bergmann: Svo auðvelt að spila með Alberti
Jói Berg: Frábært afrek fyrir mig og mína fjölskyldu
Albert: Galið hvað ég var með stórt útisvæði til að halda partí
„Rómantíkusinn í Arnari Gunnlaugssyni“
Agla María: Eigum fullt erindi í þetta lið
Þjálfari Fortuna: Því ætla ég ekki að svara
Nik: Ég hef heyrt að hann sé hræðilegur
Karólína kenndi stuðningsmönnum Inter íslenskan frasa
Guðlaugur Victor: Megum alls ekki halda að þetta verði auðvelt
Agla María: Höfum tækifæri til þess að skrifa söguna hjá Breiðabliki
Nik: Viljum góðan leik, góða mætingu og úrslit sem setja okkur í góða stöðu fyrir seinni leikinn
Davíð Smári: Hrós fyrir mig og félagið að Eiður vilji taka þátt í þessu verkefni
Vildi vinna áfram með Davíð - „Ekkert heillaði mig jafn mikið"
Sjáðu það helsta úr spænska: Þrenna Lewandowski bjargaði Barcelona
Sjáðu það helsta úr ítalska: Albert skoraði og De Gea með furðulega tilburði
Sverrir Ingi lærir af Rafa Benítez: Maður spilar ekki endalaust
banner
   lau 24. júlí 2021 19:24
Arnar Daði Arnarsson
Vilhjálmur: Fannst mörg atriði í leiknum orka tvímælis
Kvenaboltinn
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Vilhjálmur Kári Haraldsson þjálfari Breiðabliks var að vonum ánægður með stigin þrjú sem liðið náði í, í dag en fannst spilamennskan ekkert upp á marga fiska.

Lestu um leikinn: Breiðablik 2 -  1 Selfoss

„Mér fannst kannski jafntefli hefðu geta verið sanngjörn úrslit. Við höfum oft spilað betur. Við höfum líka verið rænd stigum, stundum er þetta svona. Það er frábær karakter í stelpunum að klára þetta," sagði Vilhjálmur í viðtali við Fótbolta.net eftir leik.

Fyrsta mark leiksins kom úr vítaspyrnu en fyrr í leiknum hafði Selfoss klikkaði sinni vítaspyrnu.

„Ég upplifði bæðin vítin í leiknum frekar soft. Mér fannst mörg atriði í leiknum orka tvímælis, ekki beint léleg dómgæsla en það var eins og það væri svolítið los á þessu."

Eftir að Breiðablik komst yfir í leiknum jafnaði Selfoss metin einungis nokkrum sekúndum síðar.

„Þetta var smá einbeitingarleysi fannst mér. Við þurfum aðeins að laga það," sagði Vilhjálmur.

Viðtalið í heild sinni er hægt að horfa á, í sjónvarpinu hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner