Chelsea tilbúið að opna veskið - Man Utd horfir til Dortmund, Wolves og Malmö - Zirkzee eftirsóttur
Brynjar Björn: Öll liðin eiga möguleika á umspilssæti
Andri Lucas: Þeir sýndu aðeins meiri lit
Kristian Hlyns: Erfitt að fá byrjunarliðssæti í þessu liði
Hákon Arnar: Geggjaður gæi og geggjaður leikmaður
Ísak Bergmann: Svo auðvelt að spila með Alberti
Jói Berg: Frábært afrek fyrir mig og mína fjölskyldu
Albert: Galið hvað ég var með stórt útisvæði til að halda partí
„Rómantíkusinn í Arnari Gunnlaugssyni“
Agla María: Eigum fullt erindi í þetta lið
Þjálfari Fortuna: Því ætla ég ekki að svara
Nik: Ég hef heyrt að hann sé hræðilegur
Karólína kenndi stuðningsmönnum Inter íslenskan frasa
Guðlaugur Victor: Megum alls ekki halda að þetta verði auðvelt
Agla María: Höfum tækifæri til þess að skrifa söguna hjá Breiðabliki
Nik: Viljum góðan leik, góða mætingu og úrslit sem setja okkur í góða stöðu fyrir seinni leikinn
Davíð Smári: Hrós fyrir mig og félagið að Eiður vilji taka þátt í þessu verkefni
Vildi vinna áfram með Davíð - „Ekkert heillaði mig jafn mikið"
Sjáðu það helsta úr spænska: Þrenna Lewandowski bjargaði Barcelona
Sjáðu það helsta úr ítalska: Albert skoraði og De Gea með furðulega tilburði
Sverrir Ingi lærir af Rafa Benítez: Maður spilar ekki endalaust
   mán 24. júlí 2023 22:33
Brynjar Ingi Erluson
Bjuggu saman í Norrköping en mætast nú í Meistaradeildinni - „Eigum að vinna tíu af tíu leikjum gegn þeim“
Ísak Bergmann og Oliver Stefánsson eru æskuvinir
Ísak Bergmann og Oliver Stefánsson eru æskuvinir
Mynd: OS
Ísak hefur aldrei spilað á Kópavogsvelli en er spenntur fyrir því
Ísak hefur aldrei spilað á Kópavogsvelli en er spenntur fyrir því
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Oliver Stefánsson er í liði Blika en hann og Ísak ólust upp saman hjá ÍA
Oliver Stefánsson er í liði Blika en hann og Ísak ólust upp saman hjá ÍA
Mynd: Fótbolti.net - Jónína Guðjörg Guðbjartsdóttir
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Skagamaðurinn Ísak Bergmann Jóhannesson getur varla beðið eftir því að mæta Breiðabliki í forkeppni Meistaradeildar Evrópu á morgun en liðin mætast í fyrri leik liðanna á Kópavogsvelli.

Landsliðsmaðurinn viðurkennir að þetta sé mjög súrrealískt að mæta íslensku liði og ekki skemmir það fyrir að hann sé að spila á Kópavogsvelli í fyrsta sinn.

„Það er mjög skrítið. Ég hef alltaf verið í liðinu sem er á Íslandi en það er öðruvísi að vera í liðinu sem er að spila á móti íslensku liði, en þetta er bara spennandi og maður þekkir marga í Breiðabliksliðinu, Oliver og pabba hans Orra þannig þetta er bara gaman.“

„Ég hef aldrei spilað á Kópavogsvelli. Það er skemmtilegt að spila á Íslandi og ef það væri á Laugardalsvelli væri það geðveikt, en maður er alinn upp á gervigrasi á Skaganum,“
sagði Ísak við Fótbolta.net.

FCK æfði ekkert á Íslandi en liðið tók æfingu í Kaupmannahöfn áður en flogið var til Íslands. Það hafði þó ekkert að gera með að þeir væru að fara að spila á gervigrasinu í Kópavogi.

„Nei, ég held að það hafi verið til að hafa þetta sem þægilegast að æfa í Köben á góðu grasi. Held að það hafi ekkert með gervigrasið að gera heldur vildum við hafa lokaða æfingu og engir fjölmiðlamenn sem fengu að koma á æfinguna. Vildum bara hafa hana lokaða til að undirbúa okkur sem best fyrir leikinn.“

FCK var að byrja tímabilið í Danmörku á meðan Blikar eru komnir á gott skrið í öllum keppnum í sumar.

„Þeir eru á þvílíku rönni og eru með þvílíkt gott lið og við ætlum að bera virðingu fyrir þeim. Þeir eru mjög góðir á boltanum en það eru veikleikar í öllum liðum og þeir eru ekki alveg jafn góðir varnarlega og sóknarlega. Við erum með góða menn fram á við sem við getum nýtt og ætlum að refsa þeim.“

„Fyrst og fremst erum við að byrja okkar deild en þeir eru búnir að vera að spila og í góðu formi. Við spiluðum fyrsta leikinn á móti Lyngby um helgina þannig við erum að komast inn í hlutina og það er svona helsta. Þeir geta spilað vel á sínum velli en það verður allt annar leikur á Parken. Við þurfum að bera virðingu fyrir þeim og þeir eru með hörku góða leikmenn og við eigum að vinna tíu af tíu leikjum en það getur allt gerst í fótbolta.“


Ísak vonaðist alltaf til að mæta Blikum og hélt með þeim gegn Shamrock Rovers.

„Já, 100 prósent. Maður fær ekki oft að upplifa svona að koma til Íslands og spila á móti íslensku liði. Ég, Orri og Hákon, þegar hann var hjá okkur, vorum við klárlega að vonast til að Breiðablik myndi vinna og þeir voru betri og þetta var verðskuldað.“

Orri getur ekki átt í miklum samskiptum við pabba sinn

Ísak mætir æskuvini sínum, Oliver Stefánssyni, á vellinum á morgun, en þeir ólust upp saman hjá ÍA og þá bjuggu þeir saman í Norrköping er þeir spiluðu með sænska félaginu.

„Þetta er fáránlegt og sama með Orra og pabba hans. Þetta er það sem fótboltinn skrifar og ég og Oliver höfum alist upp saman og erum að fara að mætast. Gísli Eyjólfsson er líka góður vinur minn þannig þetta er mjög gaman,“ sagði Ísak, en Orri Steinn, samherji hans í FCK, mun mæta föður sínum og hefur það vakið mikla athygli.

„Það er stórfurðulegt að hann sé að fara mæta pabba sínum og hann getur ekki átt í miklum samskiptum við hann því þetta er svo grátt svæði. Ég held að hann tækli þetta á sem bestan hátt og er mjög professional í þessu og er leikmaður FCK. Hann spjallar við pabba sinn kannski eftir leikinn og ég við vini mína.“

Markmið FCK er að komast í riðlakeppni Meistaradeildarinnar og fékk Ísak að prufa það á síðustu leiktíð, en hann vonast til að fá að upplifa það aftur.

„Maður fékk blóð á tennurnar síðast með því að spila í riðlakeppninni og Hákon að skora var draumur og að fá að upplifa það aftur væri geðveikt. Við eigum þrjár viðureignir í að komast í það, þannig það verður spennandi,“ sagði Ísak en hann er klár í slaginn og vonast til að byrja leikinn.

„Maður vonast alltaf eftir því að spila en ef maður byrjar á bekknum þá verður maður klár að koma með orku og ef ég verð í byrjunarliðinu þá sjáum við til. Ég verð alla vega klár í slaginn,“ sagði hann enn fremur en hann talaði einnig um félagaskipti Hákonar og Hauks í Lille, bróður sinn og margt annað í viðtalinu hér fyrir ofan.
Athugasemdir
banner