Pickford framlengir við Everton - Barcelona hyggst kaupa Rashford - Ekki framlengt við Lewandowski
„Vonandi að fólk sjái að maður geti spilað gegn svona leikmönnum“
Ógeðslega erfitt að horfa frá bekknum - „Fannst ég ná að stríða og djöflast í þeim“
Sverrir Ingi um baráttuna við Mateta - „Ógnarsterkur náungi“
Daníel Tristan: Það er miklu erfiðara finnst mér
Stærsta augnablikið á ferlinum til þessa - „Það voru allir trylltir"
Hákon Arnar: Verður áhugavert hvað menn segja núna
Ísak: Höfðum getað vorkennt sjálfum okkur og haldið að þetta væri búið
Elías notaði orð sem Arnar elskar - „Verður líka að kunna það"
Daníel Leó: Þú verður ekki þreyttur þegar það er þannig
Líður vel í Stockport - „Draumur frá því að maður var lítill“
„Aftur sami Eggert Aron sem að fólk þekkir“
Ólafur horfir enn á 2. sæti riðilsins - „Verðum hreinlega að fá þrjú stig“
Bergdís Sveins: Ætlum að koma geggjaðar inn í næsta tímabil
Óli Kristjáns: Vitum alveg hvernig þetta er búið að vera
Einar Guðna: Við þurfum að vinna næsta leik bara 3-2, þá er ég sáttur
Kom liðinu sínu í Meistaradeildina - „Ég er himinn lifandi, vá!”
Jóhannes Karl: Þurfum sigur á móti Víking
Sverrir Ingi: Ótrúleg niðurstaða miðað við leikmyndina
Ísak Bergmann: Það er bara óheyrt
Hákon Arnar þungur: Þetta er okkur að kenna
   mið 24. júlí 2024 22:11
Halldór Gauti Tryggvason
Guðni Eiríks: Ef hægt er að tala um ósanngjörn úrslit þá er það í dag
Kvenaboltinn
Guðni Eiríksson, þjálfari FH
Guðni Eiríksson, þjálfari FH
Mynd: Fótbolti.net - J.L.

„Ótrúlega súrt. Ósanngjörn úrslit, ef einhvertíman er hægt að tala um ósanngjörn úrslit þá er það í dag. Það er ótrúlegt að við fáum ekkert út úr þessum leik þvílík vonbrigði,“ sagði Guðni Eiríks, þjálfari FH, eftir tap á móti Stjörnunni í dag.


Lestu um leikinn: FH 1 -  2 Stjarnan

„Við bara komum ekki boltanum oftar inn heldur en einu sinni. Fengum svo sannarlega færin til þess, komum okkur í góðar stöður trekk í trekk. Með betri frammistöðum í sumar hvað það varðar. Erin frábær í marki Stjörnunnar, ver einn á móti einum í tvígang eða þrígang, skot í stöng. Þannig að við nýtum ekki þessar kjöraðstæður sem við komum okkur í.”

„Leikurinn er þetta opinn í lokin vegna þess að bæði liðin vilja sækja sigur. Við þurfum sigur og Stjarnan þurfti á sigri að halda og þess vegna var öllu hent í þetta.“

„Við þurfum bara að halda áfram. Við erum að leita að næsta sigri. Nú eru þrír leikir í röð sem við töpum og það er ekki góð tilfinning. Það er ekki gott að tapa nokkrum leikjum í röð og fara í taphrinu. Þurfum að vera sár og svekkt í dag og reyna að gera eitthvað svipað í næsta leik. Ég er alveg viss um það að ef við spilum eins eftir viku og við gerðum í dag þá fer það vel.“

 Viðtalið við Guðna má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan


Athugasemdir
banner