Frimpong orðaður við Liverpool - City reynir við Reijnders - Man Utd ætlar ekki að losa sig við Amorim
Bjarni Jó: Heppnaðist illa og ég tek það á mig
Siggi Höskulds: Erum að spyrja fullt af spurningum
Gylfi Tryggvason: Svo kemur Lotta bara með einhverja töfra
Karlotta: Ég er bara stolt af liðinu og þetta var góður sigur
John Andrews: Stundum þegar þú ert að spila hræddur þrýstir þér það upp á næsta stig
Óli Kristjáns: Bara feikilega ánægður
Álfa: Við viljum bara komast í úrslit
Eva Stefánsdóttir: Gríðarlega flott FH lið
Natasha: Sögðu bara að við ættum að rífa okkur í gang
Óskar með hausverk fyrir næsta leik: Sagði bara 'af hverju?'
Bryndís Rut: Extra sætt að hefna fyrir tapið í deildinni
Ída Marín: Uppáhalds skotið mitt er að vippa, geri það mikið í Bandaríkjunum
Jóhannes Karl: Þessar breytingar voru allar ósköp eðlilegar
Ali líður vel í Víkinni: Vona að ég get gefið til baka
Heimir fann lausn: Ekki gefa boltann á slæmum stöðum
Sölvi um mörkin: Þetta var góð pressa
Fékk svarið sem hann vildi fá - „Menn setjist á bekkinn og hugsi sinn gang"
Upplifði ógnvekjandi tíma í vetur - „Mjög þakklátur miðað við hvar maður var"
Æsingur eftir leik - „Illa að okkur vegið að saka okkur um að tefja"
Grímsi ósáttur að hafa verið bekkjaður - „Fáránlegt"
   mið 24. júlí 2024 22:11
Halldór Gauti Tryggvason
Guðni Eiríks: Ef hægt er að tala um ósanngjörn úrslit þá er það í dag
Kvenaboltinn
Guðni Eiríksson, þjálfari FH
Guðni Eiríksson, þjálfari FH
Mynd: Fótbolti.net - J.L.

„Ótrúlega súrt. Ósanngjörn úrslit, ef einhvertíman er hægt að tala um ósanngjörn úrslit þá er það í dag. Það er ótrúlegt að við fáum ekkert út úr þessum leik þvílík vonbrigði,“ sagði Guðni Eiríks, þjálfari FH, eftir tap á móti Stjörnunni í dag.


Lestu um leikinn: FH 1 -  2 Stjarnan

„Við bara komum ekki boltanum oftar inn heldur en einu sinni. Fengum svo sannarlega færin til þess, komum okkur í góðar stöður trekk í trekk. Með betri frammistöðum í sumar hvað það varðar. Erin frábær í marki Stjörnunnar, ver einn á móti einum í tvígang eða þrígang, skot í stöng. Þannig að við nýtum ekki þessar kjöraðstæður sem við komum okkur í.”

„Leikurinn er þetta opinn í lokin vegna þess að bæði liðin vilja sækja sigur. Við þurfum sigur og Stjarnan þurfti á sigri að halda og þess vegna var öllu hent í þetta.“

„Við þurfum bara að halda áfram. Við erum að leita að næsta sigri. Nú eru þrír leikir í röð sem við töpum og það er ekki góð tilfinning. Það er ekki gott að tapa nokkrum leikjum í röð og fara í taphrinu. Þurfum að vera sár og svekkt í dag og reyna að gera eitthvað svipað í næsta leik. Ég er alveg viss um það að ef við spilum eins eftir viku og við gerðum í dag þá fer það vel.“

 Viðtalið við Guðna má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan


Athugasemdir