Sancho, Lammens, Jackson, Lookman, Bissouma, Gomez, Ederson og fleiri góðir í slúðrinu á gluggadegi
Rúnar: Ég veit ekki alveg yfir hverju þeir voru að kvarta
Túfa um dómgæsluna: Bara engan veginn rangstaða, ekki nálægt því
„Djöfull er þetta skemmtilegt, svona á þetta að vera“
Guðmundur Baldvin missti ekki trúnna: Ég var manna slakastur inn í klefa í hálfleik
„Virðist ekki hjálpa okkur að vera manni fleiri“
Dóri Árna: Viljandi ákvað að horfa ekki á þetta aftur
Davíð Smári: Fótboltinn gefur og tekur frá þér
Jökull með skilaboð til stuðningsmanna - „Fólk fari að mæta og taki þátt í spennandi titilbaráttu með okkur"
Haddi sendir ákall til KSÍ - „Til skammar að félagið skuli haga sér svona"
Óskar Hrafn: Ekki fúll yfir því að taka stig á þessum velli
Láki: Getur ekki ætlast til að stórveldi eins og ÍA leggist niður í Eyjum
Maggi brjálaður út í dómarana - „Höfum ekki fengið neitt frá dómurunum“
Jökull um umdeilda markið: Þetta er búið að gerast svo oft
Lárus Orri: Þeir voru að finna svæði milli miðju og varnar of auðveldlega
Heimir Guðjóns: Tekin ákvörðun í haust að byggja upp nýtt lið
Breki Baxter: Stigum stórt skref upp í topp sex
Halli Hróðmars hrikalega svekktur: Þurfum fleiri stig
Alli Jói: Notuðum gagnrýnina sem bensín
Siggi Höskulds: Finnst að KSÍ hefði átt að breyta mótinu
Bjarni Jó: Þetta eru bara bikarúrslit
   mið 24. júlí 2024 22:11
Halldór Gauti Tryggvason
Guðni Eiríks: Ef hægt er að tala um ósanngjörn úrslit þá er það í dag
Kvenaboltinn
Guðni Eiríksson, þjálfari FH
Guðni Eiríksson, þjálfari FH
Mynd: Fótbolti.net - J.L.

„Ótrúlega súrt. Ósanngjörn úrslit, ef einhvertíman er hægt að tala um ósanngjörn úrslit þá er það í dag. Það er ótrúlegt að við fáum ekkert út úr þessum leik þvílík vonbrigði,“ sagði Guðni Eiríks, þjálfari FH, eftir tap á móti Stjörnunni í dag.


Lestu um leikinn: FH 1 -  2 Stjarnan

„Við bara komum ekki boltanum oftar inn heldur en einu sinni. Fengum svo sannarlega færin til þess, komum okkur í góðar stöður trekk í trekk. Með betri frammistöðum í sumar hvað það varðar. Erin frábær í marki Stjörnunnar, ver einn á móti einum í tvígang eða þrígang, skot í stöng. Þannig að við nýtum ekki þessar kjöraðstæður sem við komum okkur í.”

„Leikurinn er þetta opinn í lokin vegna þess að bæði liðin vilja sækja sigur. Við þurfum sigur og Stjarnan þurfti á sigri að halda og þess vegna var öllu hent í þetta.“

„Við þurfum bara að halda áfram. Við erum að leita að næsta sigri. Nú eru þrír leikir í röð sem við töpum og það er ekki góð tilfinning. Það er ekki gott að tapa nokkrum leikjum í röð og fara í taphrinu. Þurfum að vera sár og svekkt í dag og reyna að gera eitthvað svipað í næsta leik. Ég er alveg viss um það að ef við spilum eins eftir viku og við gerðum í dag þá fer það vel.“

 Viðtalið við Guðna má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan


Athugasemdir
banner