Madueke og Gyökeres til Arsenal - Kudus til Tottenham - Chelsea þarf að selja
Halli: Er ekkert í þessu til að hefna fyrir eitt né neitt
Halli Hróðmars: Orðið ansi þungt leik eftir leik
Úlfur Ágúst: Ég reyndi og sem betur fer fór hann inn
Jökull: Við vorum líklegri og sköpuðum betri færi
Heimir Guðjóns: Vítið sem Stjarnan fékk var rangur dómur
„Ekki búin að því og ég veit ekki hvort maður muni gera það"
Svaf ekki mikið - „Þurfum að nota þetta sem spark í rassinn"
Sár, svekkt og leið - „Ég er ekki sú ferskasta núna"
„Þetta er ekki upplifun sem ég hef fengið áður"
Steini: Ég er með samning áfram
Guðrún: Mikið af knúsum og ekki mikið af orðum
Cecilía: Leiðinlegt að hafa ekki gert meira fyrir þau
Karólína Lea: Það er langt síðan ég hef grenjað svona
Magnað viðtal við Glódísi - „Mun aldrei fyrirgefa mér það"
Ingibjörg meyr: Við ætlum að fokking vinna Noreg
Dagný: Ég hefði viljað ná að brjóta
Haddi: Ég skil ekki af hverju allir efast um Viðar
Ívar Örn: Það fer okkur mjög vel að spila hér í Laugardalnum
Grímsi: Vonandi er stíflan brostin sem ég er búinn að vera að glíma við
Óskar Hrafn: Ekkert grín að vera með þrjá fullvaxta karlmenn sem fá að faðma þig
   sun 24. september 2023 17:41
Sverrir Örn Einarsson
Ómar Jó: Finnst við alveg vera búnir að vinna okkur inn að fá einn sigur hérna
Það er spurning hvort þessi svipur hafi fengið að láta sjá sig hjá Ómari í dag þegar lokaflautið gall
Það er spurning hvort þessi svipur hafi fengið að láta sjá sig hjá Ómari í dag þegar lokaflautið gall
Mynd: Fótbolti.net - Jónína Guðjörg Guðbjartsdóttir
Ómar Jóhannsson úr þjálfaraliði Keflavíkur var til viðtals við Fótbolta.net eftir 2-1 sigur liðsins á HK í dag. Sigurinn markaði enda á ansi langa bið fyrir lið Keflavíkur sem hafði ekki unnið sigur í Bestu deildinni frá því í fyrstu umferð þann 10,apríl síðastliðinn.

Lestu um leikinn: Keflavík 2 -  1 HK

„Mér finnst við alveg vera búnir að vinna okkur inn að fá einn sigur hérna. Höfum átt nokkra fína leiki í bland allavega myndi ég segja. Í dag náðum við að tengja frá fyrstu til síðustu mínútu góða vinnu og skapa nóg til þess að vinna.“ Sagði Ómar um hvað hafi búið að baki sigrinum.

Það hefur verið mikið vandamál hjá Keflavík að halda forystu í leikjum sínum í sumar og liðið oft á tíðum fengið mark á sig mjög fljótlega eftir að hafa komist yfir. Slíkt var upp á teningnum líka í dag en aðeins um tvær mínútur liðu milli þess sem Keflavík skoraði fyrsta mark leiksins og HK hafði jafnað. Reyndist þó ekki jafn dýrt og oft áður í dag þar sem Keflvíkingar sýndu karakter og komust yfir á ný áður en að hálfleikurinn var úti.

„Hvað á maður að segja? Við erum kannski orðnir pínu vanir þessu og það var ekkert annað í boði en að halda bara áfram og þeir gerðu það vel strákarnir. Þeir lögðu sig alla í verkefnið og þá vinnur þú leikinn allavega stöku sinnum ef þú ert með þokkalegt plan og menn leggja sig fram.“

Sigurinn gerir það að verkum að Keflavík á enn möguleika á að halda sæti sínu í deildinni þó raunhæft séu líkurnar alls ekki með þeim.

„Við reynum bara að vinna næsta leik og tökum stöðuna þá. Við erum ekkert að fara framúr okkur hérna. Mjög ljúft og gaman að vinna leik en við höldum báðum fótum á jörðinni og það er alveg klárt mál að við þurfum að eiga viðlíka frammistöðu í næsta leik til þess að fá eitthvað út úr honum.“

Sagði Ómar en allt viðtalið við hann má sjá hér að ofan
Athugasemdir
banner