Man Utd ætlar að bjóða Calvert-Lewin samning - Al Nassr á eftir Rodrygo - Chelsea fylgist með stöðu Nwaneri
banner
   lau 24. október 2020 14:30
Aksentije Milisic
Fati sá yngsti sem hefur skorað í El Clasico
Þessa stundina er leikur Barcelona og Real Madrid í gangi á Nou Camp.

Staðan er 1-1 þar sem Ansu Fati jafnaði metin fyrir heimamenn eftir að Federico Valverde kom Real yfir.

Fati skoraði eftir stoðsendingu frá Jordi Alba og með þessu marki varð Fati sá yngsi í sögunni sem hefur skorað í El Clasico.

Hann er einnig sá yngsti sem hefur skorað í sögu Barcelona, í sögu Meistaradeildarinnar og í sögu spænska landsliðsins.

Óhætt að segja að hér sé á ferðinni mjög spennandi leikmaður.


Athugasemdir
banner