Newcastle á eftir Scalvini - Barcelona snýr sér aftur að Díaz - Tottenham vill belgískan miðvörð
   sun 24. október 2021 09:00
Ívan Guðjón Baldursson
Rodgers um Daka: Vildi ekki spila PlayStation
Mynd: EPA
Brendan Rodgers er gríðarlega ánægður með ungan sóknarmann sinn Patson Daka sem skoraði fernu í sigri gegn Spartak Moskvu í Rússlandi í vikunni.

Daka skoraði fjögur í 3-4 sigri í riðlakeppni Evrópudeildarinnar og fékk mikið lof fyrir.

Daka er 23 ára gamall og kostaði um 25 milljónir punda þegar hann var keyptur frá RB Salzburg í sumar.

„Þegar hann mætti til landsins og þurfti að fara í tíu daga sóttkví þá vildi hann hvorki sjónvarp né PlayStation tölvu til að eyða tímanum," sagði Rodgers.

„Hann vildi ekki neitt nema nokkrar bækur. Hann vildi lesa og fræðast um Leicester."

Daka hefur skorað 7 mörk í 27 landsleikjum fyrir Sambíu.
Athugasemdir
banner