Þakklátur Fram fyrir tækifærið - „Sé mig spila lengur á Íslandi"
„Simon er eitthvað rugl góður og Fred líka"
Vann kapphlaupið við tímann - „Búin að leggja ógeðslega mikið á mig"
Gætu ekki beðið um betra umhverfi - „Sagði við Hafrúnu að núna væri þetta að gerast"
Eru fjórar hjá sama félaginu - „Er heppin með það"
Karólína Lea gefur ekkert upp þrátt fyrir háværar sögur
Maggi Már: Mér fannst við vera betri
Óskar Hrafn: Vonaði að það væri undantekningin sem sannaði regluna
Sölvi um Óskar Borgþórs: Bara "no comment"
Nikolaj Hansen: Ég er framherji og vil skora mörk
Heimir Guðjóns: Eigum ekki að fá á okkur mörk úr föstum leikatriðum
Morten Ohlsen eftir tap Vestra: Okkur var refsað
Gísli Laxdal: Ég potaði honum inn hundrað prósent
Viktor varð ekki stressaður: Kennie stendur fyrir sínu
Lárus Orri: Áttum okkur á því að þetta er bara einn sigur
Láki: Þurfum að hafa meira fyrir því að skora mörk
Rúnar Kristins: Það bjargaði okkur alveg
Aðstaðan kom Caulker skemmtilega á óvart - „Frábær vettvangur til að læra, þróa minn feril og hjálpa liðinu“
Frá Ólafsvík á EM - „Maður er í þeim forréttindahópi"
Draumurinn rættist núna eftir svekkjandi tíðindi 2022
   þri 24. október 2023 14:45
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Óli Guðmunds: Gríðarlegur heiður og kitlaði aðeins egóið
Greinilega með töfra í vinstri fætinum
Ólafur er 21 árs varnarmaður.
Ólafur er 21 árs varnarmaður.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Hann er uppalinn í Breiðabliki en kom í FH sumarið 2021. Hann á að baki 16 leiki fyrir yngri landsliðin.
Hann er uppalinn í Breiðabliki en kom í FH sumarið 2021. Hann á að baki 16 leiki fyrir yngri landsliðin.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Heimir Guðjónsson tók við stjórnartaumunum eftir tímabilið 2022.
Heimir Guðjónsson tók við stjórnartaumunum eftir tímabilið 2022.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Það var mjög gott að ná í þessi þrjú stig, mjög erfiður leikur en frábær sigur," sagði Ólafur Guðmundsson, leikmaður U21 landsliðsins, við Fótbolta.net í dag. Í síðustu viku vann U21 landsliðið útisigur gegn Litháen og þurfti að hafa fyrir því að landa öllum stigunum.

Varamaðurinn, og liðsfélagi Ólafs í FH, Davíð Snær Jóhannsson kom inn af bekknum og skoraði sigurmarkið. „Ég sá það strax þegar boltinn fór yfir á Davíð að hann væri að fara skora. Ég hef séð hann gera þetta svo oft áður, bæði á æfingum og svo hefur hann sýnt þetta í sumar. Hann er greinilega með einhverja töfra í þessum vinstri fót."

Ólafur ræðir nánar um U21 í viðtalinu. Hans næsti leikur er með U21 gegn Wales í næsta mánuði. Flestir samherjar Ólafs í FH eru í fríi en hann þarf að halda sér við fyrir leikinn mikilvæga.

„Maður þarf að halda sér í formi fyrir það. Ég fæ hjálp frá Ben styrktarþjálfara og svo hef ég æft með Ejub Purisevic til að halda mér við í fótboltanum líka; tækni og hlaup. Maður ætti að vera í nokkuð góðu standi þegar kemur að leiknum."

Voru staðráðnir að gera betur og ætla sér enn hærra
Tímabil FH árið 2022 var virkilega þungt og hélt liðið sér uppi á markatölu. Tímabilið 2023 var talsvert betra, niðurstaðan 5. sætið í Bestu deildinni og léttara yfir öllu í Kaplakrika. Hver var munurinn á liðinu milli ára?

„Það er erfitt að segja, '22 tímabilið var hræðilegt og er ekki með neina skýringu á því. Fyrir þetta tímabil þá voru menn staðráðnir í því að gera betur og sýna fyrir öllum að við eigum ekki að vera í neðri hlutanum. Við sýndum það, vorum óheppnir að ná ekki Evrópusæti, það sveið smá. Fyrir mót hefði maður kannski verið sáttur með 5. sætið, en úr því sem komið var þá hefði maður viljað ná Evrópusæti. Við ætlum að stefna hærra næst."

Stöðugleiki lykillinn
FH spilaði á köflum virkilega vel í sumar en féll niður á lágt plan þess á milli. Hvað útskýrir það?

„Við erum með ungt og óreynt lið þannig séð og það vill oft verða þannig hjá ungum mönnum að það sé óstöðugleiki. Það er eitthvað sem við þurfum að vinna í fyrir næsta tímabil; að halda meiri stöðugleika. Ég er fullviss um að Heimir og Venni nái að hjálpa okkur með það."

Gríðarlegur heiður
Óli er mjög sáttur með eigið tímabil. „Mér fannst ég spila vel, hélst heill allt mótið, spilaði flestar mínútur og er mjög sáttur."

Hann bar fyrirliðabandið í nokkrum leikjum í sumar. „Það var skemmtilegt. Þegar Bjössi og Eggert voru báðir fjarverandi þá fékk maður að vera aðeins með bandið og það er gríðarlegur heiður að vera valinn í það hjá svona stóru félagi eins og FH. Mér fannst virkilega gaman að leiða liðið inn á völlinn og ég get alveg sagt að það kitlaði aðeins egóið."

Getur leyst báðar stöður
Ólafur getur bæði spilað sem miðvörður og bakvörður. „Ég spila vinstri bakvörð með landsliðinu og bæði hafsent og vinstri bakvörð hjá FH. Mér finnst ég geta leyst báðar stöður mjög vel. Ég er í rauninni ekki með neinar séróskir svo lengi sem ég fæ að spila."

Meiri strúktúr
Hvað breyttist með komu Heimis Guðjónssonar inn í FH?

„Heimir er mjög flottur, kemur með sína taktík og menn vita nákvæmlega hvað þeir eiga að gera. Hann er með plan og ef við fylgjum því eftir þá ætti að ganga vel. Meiri strúktur í hópnum, menn vita hvað þeir eiga að gera. Hann 'drillar' þetta vel og ég held að við verðum ennþá skipulagðari og betri á næsta tímabili," sagði Óli.

Viðtalið í heild má sjá í spilaranum efst
Athugasemdir
banner