Liverpool býður í Camavinga - Liverpool og Man City berjst um Semenyo - Fulham vill bandarískan sóknarmann
Fótbolta nördinn - Draumaliðið vs KR
Kristall Máni: Hef alltaf vitað að fótboltahæfileikarnir hverfa ekki
Jóladagatalið: Stólar fullir af hálfvitum
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Jóladagatalið: Allir á þjóðhátið, það er skylda hjá mér!
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
Jóladagatalið: Þið vitið aldrei neitt um okkur
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
Ævintýraþjálfari Völsungs: Þegar þú ferðast um heiminn verður þú að taka ákvarðanir hratt
Ólafur Ingi: Heilt yfir stoltur en fannst við vera pínu klaufar
Margt í gangi í hausnum á Damir fyrir leikinn - „Spurðu þá sem stjórna klúbbnum“
Höskuldur: Þau eru ekkert verðugri en við að vera þarna
Anton Ari: Sannaði fyrir mér að við áttum alveg erindi hingað
Jóladagatalið: Frasabók Margrétar Láru
Arnór Gauti: Þetta er bara sturlun
   þri 24. nóvember 2020 19:28
Anton Freyr Jónsson
Andri Freyr: Mikill metnaður í klúbbnum
Lengjudeildin
Andri Freyr Jónasson skrifaði undir þriggja ára samning við Fjölni.
Andri Freyr Jónasson skrifaði undir þriggja ára samning við Fjölni.
Mynd: Fjölnir
Hinn 22 ára gamli Andri Freyr Jónasson skrifaði í kvöld undir þriggja ára samning við Fjölni. Hann kemur til liðsins frá Aftureldingu eftir að hafa leikið þar allan sinn feril.

„Mjög spenntur. Spennandi verkefni framundan, það er engin spurning."

Andri Freyr segir að aðdragandinn hafi verið langur og hann hafi þurft að velja vel.

„Hann var þokkalega langur. Þeir höfðu samband um miðjan Október og eru búnir að sýna mér mikin áhuga, þeir sýndu mér líka góða þolinmæði, ég þurfi að velja vel og ég er mjög sáttur á endanum með valið."

Andri Freyr segir þetta hafa verið erfið ákvörðun. Afturelding reyndi að halda Andra og einnig voru fleiri lið í spilunum en Andri segir að Fjölnir hafi verið mest spennandi

„Afturelding vildi mikið halda mér, frábær klúbbur og félag sem ég elska náttúrulega en svona fyrir mig þá fannst mér vera komin tími á að taka næsta skref og fá nýja áskorun og aðeins meira modivation."

„Það voru aðeins fleiri lið í myndinni en Fjölnir mest spennandi og mikill metnaður í klúbbnum."

Fjölnir féll úr Pepsí Max-deildinni í sumar og segir Andri að markmiðið sé að fara beint upp aftur

„Já, engin spurning. Það er bara nákvæmlega stefnan og ég held að það sé mikill einhugur í mönnum um það."

Viðtalið í heild sinni má sjá í sjónvarpinu hér að ofan.
Athugasemdir
banner