Lewis-Skelly á blaði fjögurra félaga - Mörg stórlið vilja ungstirni Hertha Berlin - Casemiro gæti fengið nýjan samning - Toney til Englands?
Agla María: Eigum fullt erindi í þetta lið
Þjálfari Fortuna: Því ætla ég ekki að svara
Nik: Ég hef heyrt að hann sé hræðilegur
Karólína kenndi stuðningsmönnum Inter íslenskan frasa
Guðlaugur Victor: Megum alls ekki halda að þetta verði auðvelt
Agla María: Höfum tækifæri til þess að skrifa söguna hjá Breiðabliki
Nik: Viljum góðan leik, góða mætingu og úrslit sem setja okkur í góða stöðu fyrir seinni leikinn
Davíð Smári: Hrós fyrir mig og félagið að Eiður vilji taka þátt í þessu verkefni
Vildi vinna áfram með Davíð - „Ekkert heillaði mig jafn mikið"
Sjáðu það helsta úr spænska: Þrenna Lewandowski bjargaði Barcelona
Sjáðu það helsta úr ítalska: Albert skoraði og De Gea með furðulega tilburði
Sverrir Ingi lærir af Rafa Benítez: Maður spilar ekki endalaust
Andri Lucas: Við erum að verða mjög gott lið
Alli Jói: Ég lít á þetta sem skref upp á við
Jói Berg var ekki sáttur með ákvörðun Arnars: Gríðarlega svekkjandi
Davíð Snorri: Kjarninn góður en þó öflugir leikmenn utan hópsins
Lárus Orri hæstánægður: Hann er ekkert að koma heim til þess að slaka á
Davíð Smári: Markmiðið var að vera í efstu deild
Arnar: Þarf lítið til svo allt fari til fjandans
„Stórt að einn besti hafsent deildarinnar velji að spila fyrir okkur"
   þri 24. nóvember 2020 19:28
Anton Freyr Jónsson
Andri Freyr: Mikill metnaður í klúbbnum
Lengjudeildin
Andri Freyr Jónasson skrifaði undir þriggja ára samning við Fjölni.
Andri Freyr Jónasson skrifaði undir þriggja ára samning við Fjölni.
Mynd: Fjölnir
Hinn 22 ára gamli Andri Freyr Jónasson skrifaði í kvöld undir þriggja ára samning við Fjölni. Hann kemur til liðsins frá Aftureldingu eftir að hafa leikið þar allan sinn feril.

„Mjög spenntur. Spennandi verkefni framundan, það er engin spurning."

Andri Freyr segir að aðdragandinn hafi verið langur og hann hafi þurft að velja vel.

„Hann var þokkalega langur. Þeir höfðu samband um miðjan Október og eru búnir að sýna mér mikin áhuga, þeir sýndu mér líka góða þolinmæði, ég þurfi að velja vel og ég er mjög sáttur á endanum með valið."

Andri Freyr segir þetta hafa verið erfið ákvörðun. Afturelding reyndi að halda Andra og einnig voru fleiri lið í spilunum en Andri segir að Fjölnir hafi verið mest spennandi

„Afturelding vildi mikið halda mér, frábær klúbbur og félag sem ég elska náttúrulega en svona fyrir mig þá fannst mér vera komin tími á að taka næsta skref og fá nýja áskorun og aðeins meira modivation."

„Það voru aðeins fleiri lið í myndinni en Fjölnir mest spennandi og mikill metnaður í klúbbnum."

Fjölnir féll úr Pepsí Max-deildinni í sumar og segir Andri að markmiðið sé að fara beint upp aftur

„Já, engin spurning. Það er bara nákvæmlega stefnan og ég held að það sé mikill einhugur í mönnum um það."

Viðtalið í heild sinni má sjá í sjónvarpinu hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner