Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fim 24. nóvember 2022 11:44
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
„Þú getur ekki gert svona mistök á HM"
Úr leiknum í gær.
Úr leiknum í gær.
Mynd: Getty Images
Federico Bernardeschi, leikmaður Toronto í Kanada og fyrrum leikmaður Juventus, gaf dómarateyminu í leik Belgíu og Kanada í gær falleinkunn.

Dómari leiksins, Janny Sikazwe frá Sambíu, komst í heimsfréttirnar fyrr á þessu ári.

Hann dæmdi þá leik Túnis og Malí og flautaði leikinn af þrettán sekúndum áður en 90 mínútur voru liðnar. Áður hafði hann flautað leikinn af eftir 85 mínútur en gerði sér þá grein fyrir mistökunum og lét leikinn halda áfram.

Skýringin frá fótboltasambandi Afríku var sú að Sikazwe hefði einfaldlega fengið sólsting. Hann er sagður hafa farið á sjúkrahús að jafna sig eftir leikinn.

Sikazwe og hans aðstoðarmenn voru áberandi í leiknum í gær þar sem þeir dæmdu vítaspyrnu fyrir Kanada, en þeir hefðu átt að fá aðra vítaspyrnu í fyrri hálfleik.

„Þú getur ekki gert svona mistök á HM. Þetta er óréttlátt," sagði Bernardeschi yfir leiknum í gær.

Það var dæmd rangstaða þegar Eden Hazard sendi boltann til baka á leikmann Kanada sem féll svo í teignum. Réttilega hefði átt að dæma vítaspyrnu en búið var að flauta rangstöðu og því ekki hægt að snúa dómnum við.

Kanada spilaði frábærlega í leiknum en töpuðu 1-0. Þeir klikkuðu á vítaspyrnunni sem þeir fengu í leiknum.


Athugasemdir
banner
banner