Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   lau 25. janúar 2020 22:48
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Reykjavíkurmót kvenna: Sex marka sigur Vals í Egilshöll
Sex mörk Vals gegn Víkingum í dag
Guðrún Karítas skoraði tvö í dag.
Guðrún Karítas skoraði tvö í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Valur 6 - 0 Víkingur R.
1-0 Elín Metta Jensen ('34 )
2-0 Thelma Björk Einarsdóttir ('40 )
3-0 Hlín Eiríksdóttir ('52 )
4-0 Guðrún Karítas Sigurðardóttir ('79 )
5-0 Guðrún Karítas Sigurðardóttir ('82 )
6-0 Diljá Ýr Zomers ('90+1)

Valur og Víkingur R. mættust í þriðju umferð A-riðils Reykjavikurmóts kvenna í dag. Valur var fyrir leikinn með þrjú stig eftir tvær fyrstu umferðirnar og Víkingur á botninum án stiga.

Leikurinn hófst klukkan 17:15 í Egilshöll og var staðan 2-0 í hálfleik fyrir Val. Elín Metta og Thelma Björk með mörkin.

Hlín Eiríksdóttir skoraði svo þriðja mark Vals á 52. mínútu. Valur gerði þrefalda skiptingu á 61. mínútu og var Guðrún Karítas ein af þeim sem kom inn á. Guðrún skoraði sitt fyrsta mark á 79. mínútu og bætti við því öðru á 82. mínútu.

Það var svo varamaðurinn Diljá Ýr Zomers sem skoraði sjötta og síðasta mark leiksins á fyrstu mínútu uppbótartíma. Valur er því með sex stig eftir þrjár umferðir. Upplýsingar um markaskorara fengnar af fésbókarsíðu Vals.

Næsti leikur í riðlinum fer fram á morgun þegar Fylkir mætir Þrótti í Egilshöll.
Athugasemdir
banner
banner
banner