Zidane hefur augastað á Man Utd - Guimaraes áfram hjá Newcastle - Bayern hefur ekki rætt við Rangnick
   mið 25. janúar 2023 12:43
Elvar Geir Magnússon
Chiesa sagður efstur á blaði Arsenal
Mynd: Getty Images
Federico Chiesa, sóknarleikmaður Juventus, er sagður efstur á blaði hjá Arsenal. Hann er einn af mörgum leikmönnum sem eru orðaðir við brotthvarf frá Juve sem á í miklum vandræðum utan vallar.

Fimmtán stig voru dregin af Juventus á dögunum vegna fjársvika og bókhaldssvindls. Afskaplega ólíklegt er að liðið verði í Meistaradeildinni á næsta tímabilið.

Talið er að Chiesa geti verið fáanlegur fyrir aðeins 17,6 milljónir punda vegna fjárhagsvandamála Juventus.

Chiesa, sem er 25 ára, hefur mikla hæfileika, eins og hann hefur sýnt bæði með Juve og Fiorentina, en hefur þó verið nokkuð mikið á meiðslalistanum síðustu tvö ár.

Arsenal er á grænni grein í ensku úrvalsdeildinni, með fimm stiga forystu.
Athugasemdir
banner
banner
banner