Kovac orðaður við stjórastól Liverpool - Newcastle vill Gibbs-White - Dewsbury-Hall orðaður við Tottenham
Eysteinn á von á geggjuðum leik - „Jölli er alltaf Jölli í Portúgal"
Arnór Smára: Hafði persónulega mikla þýðingu fyrir mig
Draumadráttur Jökuls: Augnablik á stóran hluta af mínu hjarta og mun alltaf gera
Kjartan Henry: Hallgrímur sá ekki til sólar eftir það
Var vítaspyrnudómurinn í Árbæ rangur?
Lék sinn fyrsta leik í efstu deild og vildi víti - „Fann fyrir snertingu og lét mig detta"
Líður eins og Valsarar hafi tapað leiknum - „Hafði aldrei trú á því að hann væri að fara skora"
Arnar Grétars: Gerði mikið fyrir okkur að vera með frábæran markmann
Svekktur yfir því að vinna ekki Val - „Mjög dapurt víti, svo við tölum hreint út“
Jón Þór: Bíð jafn spenntur og þú
Viktor Jóns: Get skorað mörk hvar sem er
Ómar Ingi: Eðlilega verður róðurinn þyngri
Siggi Höskulds: Áttum að skora miklu fleiri mörk
Mikael: Ef menn vilja vera áfram í KFA þurfa menn að horfa á þennan leik
Eyþór: Talað um báða titlana frá fyrsta samtali
Marc McAusland: Lífið er gott í ÍR
Sigurður Bjartur: Gat ekki klúðrað þessu færi
Haddi: Gefum of einföld mörk
Davíð Smári: Ætla ekki að nota það sem afsökun
Heimir: Spiluðu ágætis varnarleik sem þeir eru kannski ekki þekktir fyrir
banner
   fim 25. janúar 2024 23:36
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Ber sterkar taugar til FH en samdi við Val - „Maður þarf stundum að vera smá eigingjarn"
Skrifaði undir fjögurra ára samning við Val.
Skrifaði undir fjögurra ára samning við Val.
Mynd: Skjáskot/Valur
Lék með Sogndal í tvö tímabil í norsku B-deildinni.
Lék með Sogndal í tvö tímabil í norsku B-deildinni.
Mynd: Sogndal
'Það var því mjög líklegt að ég myndi fara eftir tímabilið 2023'
'Það var því mjög líklegt að ég myndi fara eftir tímabilið 2023'
Mynd: Sogndal
Mér fannst vera meiri áskorun að koma núna og fara í annað lið
Mér fannst vera meiri áskorun að koma núna og fara í annað lið
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
Ég átti mín tvö langbestu tímabil þar á ferlinum og fékk svo tvo A-landsleiki út frá því
Ég átti mín tvö langbestu tímabil þar á ferlinum og fékk svo tvo A-landsleiki út frá því
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
En svo eru tvær hliðar á öllum málum. Þeirra hlið og svo mín hlið. Ég verð auðvitað að taka ákvörðun eftir því hvað hentar mínum ferli
En svo eru tvær hliðar á öllum málum. Þeirra hlið og svo mín hlið. Ég verð auðvitað að taka ákvörðun eftir því hvað hentar mínum ferli
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
Maður þarf stundum að vera smá eigingjarn.
Maður þarf stundum að vera smá eigingjarn.
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
„Fyrstu dagarnir hafa verið mjög flottir, góð gæði á æfingum, gott tempó og menn eru klárir að koma sér í almennilegt stand," sagði Jónatan Ingi Jónsson sem var á sunnudag tilkynntur sem nýr leikmaður Vals.

Jónatan var keyptur til Vals frá Sogndal í Noregi en hann lék þar síðustu tvö tímabil. Hann átti eitt ár eftir af samningnum sem hann skrifaði undir eftir að Sogndal keypti hann frá FH vorið 2022.

„Það eru nokkrar ástæður, bæði í kringum klúbbinn; hvernig allt er sett upp, þjálfarinn, leikmannahópurinn, markmiðin. Það passaði vel við það sem ég vildi. Ég vil vinna titla, það er kominn tími á það en það verður mjög erfitt. Það eru mörg lið sem eru að styrkja sig og eru sterk. Víkingarnir tóku þetta tvöfalt í fyrra og það er undir okkur komið að sýna að við eigum heima þar."

Telurðu Val geta skákað Víkingum?

„Já. En það eru ekki bara leikirnir gegn þeim, það eru allir leikir erfiðir."

Langaði að fara í eitthvað lið sem er að berjast um titla
Jónatan er 24 ára hægri kantmaður og var hann spurður af hverju hann væri að koma heim úr atvinnumennsku.

„Ég var úti þegar ég var ungur í Hollandi og fór svo núna til Sogndal. Markmiðið þegar ég fór til Sogndal var að fara upp í efstu deild, þar eða annars staðar, en svo breytast aðstæður. Núna á ég von á öðru barni og Noregur er pínu erfitt land með stærð og öll praktísk atriði. Það stóð ekki til boða að fara í bestu liðin; topp þrjú. Mig langaði að fara í eitthvað lið sem er að berjast um titla og eru sterkir. Akkúrat núna fannst mér þetta vera áhugaverðast."

Hefðir þú verið áfram í Sogndal ef liðið hefði komist upp á síðasta ári?

„Nei, mér finnst það ólíklegt. Við hefðum viljað fara upp og það hefði verið mjög gaman. Það hefur verið áhugi frá mér annars staðar frá og þeir vildu fá pening fyrir mig. Það var því mjög líklegt að ég myndi fara eftir tímabilið 2023."

Veit ekki nákvæm smáatriði
Var ekkert flókið að fá að fara?

„Það þurfti að kaupa mig, það er bara á milli liðanna. Ég vildi fara og þeir vildu frekar selja mig í liðin sem voru í boði í Noregi og Svíþjóð. Það var einhver lausn fundin, ég veit ekki nákvæm smáatriði."

Valur náði samkomulagi við Sogndal
Fékkstu að velja lið á Íslandi, voru fleiri félög sem fengu samþykkt tilboð?

„Í lok síðasta árs hafði Valur áhuga og þá var Sogndal ekki tilbúið að tala við þá. Svo breytast aðstæður og þegar uppi var staðið þá var Valur það lið sem var búið að ná samkomulagi við Sogndal og þetta endaði eins og það endaði."

Hefði verið öðruvísi að fara í FH
Er erfitt að vera ekki að fara í FH á Íslandi?

„Það er uppeldisfélagið mitt og ég er með sterkar taugar þangað. Það hefði verið öðruvísi að fara þangað. Mér fannst vera meiri áskorun að koma núna og fara í annað lið, ekki fara bara í FH, sem hefði samt örugglega verið mjög flott verkefni líka. Þeir eru að gera mjög vel og voru örugglega yfir væntingum í fyrra miðað við 2022 tímabilið, stóðu sig mjög vel og voru óheppnir að ná ekki Evrópusæti. Það eru spennandi tímar þar líka og vonandi gengur þeim sem allra best."

Stundum þarf maður að vera eigingjarn
Hvernig er að tilkynna vinum og jafnvel einhverjum í stjórn FH að þú sért ekki að fara þangað?

„Það er alls ekki gaman. En svo eru tvær hliðar á öllum málum. Þeirra hlið og svo mín hlið. Ég verð auðvitað að taka ákvörðun eftir því hvað hentar mínum ferli. Maður þarf stundum að vera smá eigingjarn. Vinir og fólk í kringum mig hafa verið jákvæð og óskað mér alls hins besta."

Þægilegt að hafa afana og ömmurnar nálægt
Er þægilegra að vera foreldri á Íslandi?

„Það er þægilegra. Mamma mín og pabbi og mamma hennar og pabbi búa hér og maður þekkir allt kerfið hér. Ef þú ert ekki í Osló þá er erfitt að ferðast innan Noregs. Öll smáatriði og allt þetta þá er klárlega auðveldara að vera þar sem þú þekkir alla hlutina. En það er ekkert eina ástæðan, þú getur alveg látið það virka að vera saman úti. En þetta var besti kosturinn núna."

Umgjörðin í kringum Val er mjög fagmannleg og æft eins og atvinnumenn snemma dags.

„Þetta er mjög flott hjá þeim hvernig þetta er sett upp með æfingatíma og mjög fagmannlegt í kringum þetta. Þetta skiptir máli, en er auðvitað ekki allt."

Tvö langbestu tímabilin á ferlinum
Jónatan er mjög ánægður í heild sinni með tímann hjá Sogndal. Hann kom með beinum þætti að 43 mörkum í 68 leikjum.

„Ég átti mín tvö langbestu tímabil þar á ferlinum og fékk svo tvo A-landsleiki út frá því og áhuga á mér frá Noregi, Svíþjóð og Hollandi. Það var mjög gaman að vera þarna, en til lengri tíma, ég myndi kannski ekki vilja búa þarna restina af ævinni."

Mjög erfitt að sjá félagið ekki vilja taka samtalið
Sogndal hafnaði tilboði í Jónatan síðasta sumar. Tilboðið kom frá félagið í næst efstu deild í Hollandi. Hvernig var að heyra af því að félagið hafnaði tilboðinu?

„Það var mjög erfitt ef ég á að vera alveg hreinskilinn. Það var mjög spennandi það sem kom upp og þeir voru alveg tilbúnir að borga það sem Sogndal gat beðið um fyrir mig. Maður verður auðvitað að virða samninginn og lítið hægt að gera ef félagið segir nei. Það var auðvitað erfitt en svo er bara áfram gakk og lífið heldur áfram. Það er ekkert sem ég græt í dag, en það var erfitt þegar maður áttaði sig á því að þeir voru ekki einu sinni tilbúnir að setjast að samningaborðinu."

„Þetta félag er líklega á leið í efstu deild í Hollandi núna,"
sagði Jónatan sem gaf ekki upp nafnið á félaginu en ekki ósennilegt að það hafi verið Willem II sem er á toppi B-deildarinnar.

Ef það hefði komið upp áhugi frá Belgíu eða Hollandi í vetur, er það eitthvað sem Jónatan hefði skoðað?

„Það fer auðvitað eftir því hvað hefði komið upp. En já, ég hefði alveg skoðað það. Það er þægilegra og ég tala náttúrulega tungumálið þarna. Ég hefði skoðað það og svo tekið ákvörðun út frá því. En ég vildi líka fá að taka einhverja ákvörðun. Margir fótboltamenn bíða mikið og mig langaði að fá að taka þessa ákvörðun og er mjög sáttur með hana."

Þarf að berjast fyrir sæti í liðinu
Það er nóg af kantmönnum hjá Val en Jónatan er ekki hræddur við samkeppnina.

„Í öllum góðum liðum er samkeppni. Ég kem inn og þarf að berjast fyrir mínu sæti eins og hver annar leikmaður og það verður bara spennandi. Það eru hörkuleikmenn í öllum stöðum."

„Ég er mjög spenntur að byrja. Það er búið að stytta aðeins undirbúningstímabilið síðan ég var hér síðast. Það er geggjað að komast í gang, spila þessa leiki, svo er æfingaferð og verðum klárir í mót,"
sagði Jónatan að lokum.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner