Barcelona vill Díaz frá Liverpool - Úlfarnir skoða markverði - City til í að hlusta á tilboð í Grealish
   sun 25. febrúar 2024 06:00
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Bandaríkin: Jafnt í fyrsta leik hjá Nökkva og Degi Dan
Mynd: Getty Images

MLS deildin í Bandaríkjunum er komin á fulla ferð en Dagur Dan Þórhallsson og Nökkvi Þeyr Þórisson spiluðu sinn fyrsta leik með sínum liðum í nótt.


Dagur var á sínum stað í byrjunarliði Orlando City sem gerði markalaust jafntefli gegn FC Montreal.

Róbert Orri Þorkelsson er leikmaður Montreal en hann er fjarverandi vegna meiðsla.

Nökkvi Þeyr var í byrjunarliði St. Louis City sem fékk Real Salt Lake í heimsókn. Gestirnir náðu forystunni þegar stundarfjórðungur var til leiksloka en St. Louis jafnaði metin stuttu síðar og þar við sat.

Nökkvi var tekinn af velli á 67. mínútu.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner