Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
Hallgrímur Jónasson: Við stöndum saman sem lið
Árni Freyr: Mér fannst þetta vera víti
Breki Baldurs: Ég er mjög hrifinn af þessu kerfi
Arnar Gunnlaugs: Ótrúlegasta mark sem ég hef séð á þessum velli
Sveinn Þór: Ég held að við höfum aðeins sjokkerað þá pínulítið
Baldvin Borgars: Virkilega sáttur með frammistöðuna hjá mínum mönnum
Rúnar Kristins: Þeir lögðu mikla vinnu í þetta og veittu okkur mjög erfiðan leik
Jökull: Pirrandi leikur
Hetja HK kíkir ekkert niður í bæ: Ekkert mikið að gera þar miðað við í London
Hrannar Bogi eftir hetjulega frammistöðu Augnabliks: Við nálgumst leiki alltaf alveg eins
Fékk afmælisgjöf fyrir leikinn: Ég fékk Þróttaratrefil og nokkrar Stellur
Nýir tímar í Laugardalnum - „Finnst bara tilvalið að með því fylgi nýtt merki“
Haukur Páll: Ekki spurning um að koma mönnum fyrir
Heimir Guðjóns: Hefði verið gult spjald í fyrra
Gylfi Þór: Skrítið að spila gegn liði sem ég var hjá í 10 ár
Úlli: Fékk held ég nóg af liðsfélögum sínum
Bjarni Jó: Nýttum færin okkar illa
Gunnar Magnús: Alsæll þrátt fyrir að það hafi endað í jafntefli
Ólafur Kristjáns: Ekki hægt að gera neitt við því núna
Kristján Guðmunds: Munum rífa okkur í gang eftir þetta
   fös 25. mars 2022 23:41
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Var klár þegar FH kallaði - „Komu upp aðstæður sem flestir vita af"
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
„Tilfinningin er frábær, það er alltaf gaman að vinna bikar," sagði Atli Gunnar Guðmundsson, markvörður FH, eftir sigur í úrslitaleik Lengjubikarsins í dag.

Gunnar Nielsen er með færeyska landsliðinu og því var það í höndum Atla að verja mark FH-liðsins í dag.

„Ég var reyndar búinn að vera smá veikur í vikunni þannig að það var ekki eins mikið af áköfum æfingum en þegar það er þannig þá er bara hausinn rétt stilltur á og engin vandamál."

Lestu um leikinn: Víkingur R. 1 -  2 FH

Atli skrifaði undir nýjan samning við FH fyrir rúmum mánuði síðan og tekur slagin með liðinu í sumar. Hvernig kom það til?

„Þetta er svolítið langur aðdragandi kannski en það komu upp aðstæður sem flestir vita af. En svo er það líka þannig að Óli, Bjössi og Fjalar ýttu mjög á að fá mig og ég var bara mjög spenntur því áhuginn var mikill. Ég fann það þegar ég var að taka ákvörðunina að mig langaði að gera þetta, ég hugsaði að ég myndi sjá eftir því seinna ef ég myndi ekki grípa þetta tækifæri."

Varstu farinn að gæla við að leggja hanskana á hilluna?

„Mér finnst vont að segja „leggja á hilluna" en ég var kominn í smá frí og ætlaði mér að einbeita mér að öðrum hlutum. Þetta kom upp og ég er bara mjög spenntur fyrir verkefninu."

Atli var spurður út í stöðuna á FH á þessum tímapunkti, húmorista í þjálfarateyminu og þrjú sérstök atvik í leiknum. Allt viðtalið má sjá í spilaranum að ofan.

„Tilfinningin þegar Ástbjörn skoraði var frábær, geggjuð. Það var búið að bæta í vind, veðrið leiðinlegt og við vorum búnir að berjast svolítið í leiðinlegum aðstæðum. Ég var mjög sáttur að sjá hann í netinu og geggjað að vinna leikinn svona."

Er klárt hjá ykkur að Gunnar er aðalmarkvörður og þú ert til að veita honum aðhald?

„Já, það er nokkuð skýrt hvernig það er. En það er frábært að fá þessa leiki til að sýna að ég er alveg tilbúinn að stökkva inn þegar kallið kemur. Gunni er frábær markmaður og við erum finnst mér mjög gott teymi. Við erum góðir vinir og Fjalli er líka frábær. Þeir eru líka ástæða fyrir því að maður kemur til baka. Það er markmið hjá liðinu að gera sem allra best og það er sama hvort það sé ég sem spila eða Gunni," sagði Atli Gunnar.
Athugasemdir
banner
banner
banner