Sandra María: Gáfum líkama og sál en það skilaði engu
Hlín kom frábær inn - Svekkt með hlutverkið sitt
Sveindís: Hann kemur samt þegar ekkert er undir
Glódís svekkt: Leyfðum henni að gera nákvæmlega það sem hún vill
Guðrún: Fæ gæsahúð í hvert skipti
Ingibjörg lýsir sorgarferlinu - „Þetta er ömurleg tilfinning"
Dagný: Að öllum líkindum mitt síðasta Evrópumót
Tómas Bent: Hefði átt að troða inn þriðja markinu
Túfa ánægður eftir sannfærandi Evrópusigur: Það er gaman að vera Valsari
Eru 22 saman í Sviss - „Áfram Vestri og áfram Guðrún"
„Hætt að borða nammi í Tenerife ferðinni þegar hún var tíu ára"
GunnInga í bláa hafinu: Styðjum liðið okkar í blíðu og stríðu
„Eru geggjaðir karakterar og munu bíta fast frá sér“
Tólfan spáir sigri - „Hef bara séð eina Noregstreyju“
Fékk leyfi til að fljúga beint frá Albaníu til Sviss
Einar Guðna þurfti ekki að hugsa málið - „Algjört draumastarf"
Halli: Er ekkert í þessu til að hefna fyrir eitt né neitt
Halli Hróðmars: Orðið ansi þungt leik eftir leik
Úlfur Ágúst: Ég reyndi og sem betur fer fór hann inn
Jökull: Við vorum líklegri og sköpuðum betri færi
   fös 25. mars 2022 23:41
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Var klár þegar FH kallaði - „Komu upp aðstæður sem flestir vita af"
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
„Tilfinningin er frábær, það er alltaf gaman að vinna bikar," sagði Atli Gunnar Guðmundsson, markvörður FH, eftir sigur í úrslitaleik Lengjubikarsins í dag.

Gunnar Nielsen er með færeyska landsliðinu og því var það í höndum Atla að verja mark FH-liðsins í dag.

„Ég var reyndar búinn að vera smá veikur í vikunni þannig að það var ekki eins mikið af áköfum æfingum en þegar það er þannig þá er bara hausinn rétt stilltur á og engin vandamál."

Lestu um leikinn: Víkingur R. 1 -  2 FH

Atli skrifaði undir nýjan samning við FH fyrir rúmum mánuði síðan og tekur slagin með liðinu í sumar. Hvernig kom það til?

„Þetta er svolítið langur aðdragandi kannski en það komu upp aðstæður sem flestir vita af. En svo er það líka þannig að Óli, Bjössi og Fjalar ýttu mjög á að fá mig og ég var bara mjög spenntur því áhuginn var mikill. Ég fann það þegar ég var að taka ákvörðunina að mig langaði að gera þetta, ég hugsaði að ég myndi sjá eftir því seinna ef ég myndi ekki grípa þetta tækifæri."

Varstu farinn að gæla við að leggja hanskana á hilluna?

„Mér finnst vont að segja „leggja á hilluna" en ég var kominn í smá frí og ætlaði mér að einbeita mér að öðrum hlutum. Þetta kom upp og ég er bara mjög spenntur fyrir verkefninu."

Atli var spurður út í stöðuna á FH á þessum tímapunkti, húmorista í þjálfarateyminu og þrjú sérstök atvik í leiknum. Allt viðtalið má sjá í spilaranum að ofan.

„Tilfinningin þegar Ástbjörn skoraði var frábær, geggjuð. Það var búið að bæta í vind, veðrið leiðinlegt og við vorum búnir að berjast svolítið í leiðinlegum aðstæðum. Ég var mjög sáttur að sjá hann í netinu og geggjað að vinna leikinn svona."

Er klárt hjá ykkur að Gunnar er aðalmarkvörður og þú ert til að veita honum aðhald?

„Já, það er nokkuð skýrt hvernig það er. En það er frábært að fá þessa leiki til að sýna að ég er alveg tilbúinn að stökkva inn þegar kallið kemur. Gunni er frábær markmaður og við erum finnst mér mjög gott teymi. Við erum góðir vinir og Fjalli er líka frábær. Þeir eru líka ástæða fyrir því að maður kemur til baka. Það er markmið hjá liðinu að gera sem allra best og það er sama hvort það sé ég sem spila eða Gunni," sagði Atli Gunnar.
Athugasemdir
banner