Man Utd ætlar að bjóða 70 milljónir fyrir Wharton - Newcastle undirbýr tilboð í Raphinha - Murillo á óskalista Barcelona - Toney ekki á förum
Ray Anthony: Eigum eftir að styrkja okkur betur
Hjörvar Daði: Markmiðið er að fara upp
Damir: Auðveld ákvörðun að velja Grindavík
Höskuldur: Varnarmennirnir gátu aldrei verið þægilegir út af honum
Ágúst Orri: Hann fer nánast á rassgatið
Óli Skúla: Sýndi að hann er frábær leikmaður
Ólafur Ingi: Draumastaða er bara þrjú stig
Sviptu hulunni af Loga Ólafs sem sagði af sér um leið
Höskuldur: Ég er mikill unnandi Loga sem persónu og leikmanns
Árni Guðna: Aldrei spurning þegar kallið kom héðan
Jói Kalli: Langaði ekki að vera lengur einn úti
Alex Freyr: Tók eitt símtal frá Davíð Smára
Sá fyrir sér að spila allan ferilinn með Völsungi en fetar í spor föður síns
Útskýrir af hverju hann er orðinn þjálfari Sindra: Ákvað að hætta í janúar
„Vissi að það yrði erfitt að kveðja en varð mun erfiðara en ég átti von á"
29 ára þjálfari í efstu deild - „Frábært að koma inn í svona stórt félag"
Lítur á HK sem klárt skref upp á við - „Kitlar egóið að vera í þannig stöðu"
Sverrir spenntur fyrir framtíðinni: Við erum með mjög gott lið
Elías Rafn: Eigum ekki að fá á okkur svona einföld mörk
Hákon Arnar: Mun taka tíma að jafna sig á þessu
banner
   fös 25. mars 2022 23:41
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Var klár þegar FH kallaði - „Komu upp aðstæður sem flestir vita af"
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
„Tilfinningin er frábær, það er alltaf gaman að vinna bikar," sagði Atli Gunnar Guðmundsson, markvörður FH, eftir sigur í úrslitaleik Lengjubikarsins í dag.

Gunnar Nielsen er með færeyska landsliðinu og því var það í höndum Atla að verja mark FH-liðsins í dag.

„Ég var reyndar búinn að vera smá veikur í vikunni þannig að það var ekki eins mikið af áköfum æfingum en þegar það er þannig þá er bara hausinn rétt stilltur á og engin vandamál."

Lestu um leikinn: Víkingur R. 1 -  2 FH

Atli skrifaði undir nýjan samning við FH fyrir rúmum mánuði síðan og tekur slagin með liðinu í sumar. Hvernig kom það til?

„Þetta er svolítið langur aðdragandi kannski en það komu upp aðstæður sem flestir vita af. En svo er það líka þannig að Óli, Bjössi og Fjalar ýttu mjög á að fá mig og ég var bara mjög spenntur því áhuginn var mikill. Ég fann það þegar ég var að taka ákvörðunina að mig langaði að gera þetta, ég hugsaði að ég myndi sjá eftir því seinna ef ég myndi ekki grípa þetta tækifæri."

Varstu farinn að gæla við að leggja hanskana á hilluna?

„Mér finnst vont að segja „leggja á hilluna" en ég var kominn í smá frí og ætlaði mér að einbeita mér að öðrum hlutum. Þetta kom upp og ég er bara mjög spenntur fyrir verkefninu."

Atli var spurður út í stöðuna á FH á þessum tímapunkti, húmorista í þjálfarateyminu og þrjú sérstök atvik í leiknum. Allt viðtalið má sjá í spilaranum að ofan.

„Tilfinningin þegar Ástbjörn skoraði var frábær, geggjuð. Það var búið að bæta í vind, veðrið leiðinlegt og við vorum búnir að berjast svolítið í leiðinlegum aðstæðum. Ég var mjög sáttur að sjá hann í netinu og geggjað að vinna leikinn svona."

Er klárt hjá ykkur að Gunnar er aðalmarkvörður og þú ert til að veita honum aðhald?

„Já, það er nokkuð skýrt hvernig það er. En það er frábært að fá þessa leiki til að sýna að ég er alveg tilbúinn að stökkva inn þegar kallið kemur. Gunni er frábær markmaður og við erum finnst mér mjög gott teymi. Við erum góðir vinir og Fjalli er líka frábær. Þeir eru líka ástæða fyrir því að maður kemur til baka. Það er markmið hjá liðinu að gera sem allra best og það er sama hvort það sé ég sem spila eða Gunni," sagði Atli Gunnar.
Athugasemdir
banner
banner