Tottenham reynir við Savinho og Paz - Ensk stórlið vilja Rodrygo - Donnarumma með munnlegt samkomulag við City
Örvar Eggerts: Gott að spila illa og vinna
Jökull: Ætlum okkur meira - Erum ekki að horfa í fjórða eða þriðja sætið
Óskar hefur engar áhyggjur: „Annað liðið skokkaði tvisvar upp í hornspyrnur og skoraði“
Kjartan Kári: Lengi á æfingavellinum að taka aukaspyrnur
Láki: Fullt af hlutum sem við vorum ósáttir við dómgæsluna
Heimir Guðjóns: Kjartan Kári bjargaði okkur
Birgir Baldvins: Þetta er mitt mark!
Haddi: Það er gott jafnvægi í hópnum
Rúnar Kristins: Við erum í fallbaráttu og menn verða að gera sér grein fyrir því
Átti sinn besta leik til þessa gegn gömlu félögunum - „Ótrúleg stemning"
Njarðvíkingar féllu á prófinu - „Eitthvað sem hann þarf að læra"
Magnaður dagur í Þorpinu - „Tímamótadæmi að fá svona stuðning"
Alli Jó: Algjörlega á okkur að ná í úrslit og vinna fótboltaleiki
Halli: Þetta gæti endað á að snúast um markatölu
Jón Daði: Er með háa standarda á sjálfum mér
Jóhann Birnir: 1-0 er hættuleg forysta
Bjarni Jó: Handónýtur fyrri hálfleikur
Gústi Gylfa: Náðum ekki alveg að spila okkar leik
„Hvernig færi viltu fá ef þú skorar ekki úr þessum?“
Hemmi: Tiltölulega slakur í stúkunni og naut þess að horfa á frábæran fótbolta
   fös 25. mars 2022 23:41
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Var klár þegar FH kallaði - „Komu upp aðstæður sem flestir vita af"
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
„Tilfinningin er frábær, það er alltaf gaman að vinna bikar," sagði Atli Gunnar Guðmundsson, markvörður FH, eftir sigur í úrslitaleik Lengjubikarsins í dag.

Gunnar Nielsen er með færeyska landsliðinu og því var það í höndum Atla að verja mark FH-liðsins í dag.

„Ég var reyndar búinn að vera smá veikur í vikunni þannig að það var ekki eins mikið af áköfum æfingum en þegar það er þannig þá er bara hausinn rétt stilltur á og engin vandamál."

Lestu um leikinn: Víkingur R. 1 -  2 FH

Atli skrifaði undir nýjan samning við FH fyrir rúmum mánuði síðan og tekur slagin með liðinu í sumar. Hvernig kom það til?

„Þetta er svolítið langur aðdragandi kannski en það komu upp aðstæður sem flestir vita af. En svo er það líka þannig að Óli, Bjössi og Fjalar ýttu mjög á að fá mig og ég var bara mjög spenntur því áhuginn var mikill. Ég fann það þegar ég var að taka ákvörðunina að mig langaði að gera þetta, ég hugsaði að ég myndi sjá eftir því seinna ef ég myndi ekki grípa þetta tækifæri."

Varstu farinn að gæla við að leggja hanskana á hilluna?

„Mér finnst vont að segja „leggja á hilluna" en ég var kominn í smá frí og ætlaði mér að einbeita mér að öðrum hlutum. Þetta kom upp og ég er bara mjög spenntur fyrir verkefninu."

Atli var spurður út í stöðuna á FH á þessum tímapunkti, húmorista í þjálfarateyminu og þrjú sérstök atvik í leiknum. Allt viðtalið má sjá í spilaranum að ofan.

„Tilfinningin þegar Ástbjörn skoraði var frábær, geggjuð. Það var búið að bæta í vind, veðrið leiðinlegt og við vorum búnir að berjast svolítið í leiðinlegum aðstæðum. Ég var mjög sáttur að sjá hann í netinu og geggjað að vinna leikinn svona."

Er klárt hjá ykkur að Gunnar er aðalmarkvörður og þú ert til að veita honum aðhald?

„Já, það er nokkuð skýrt hvernig það er. En það er frábært að fá þessa leiki til að sýna að ég er alveg tilbúinn að stökkva inn þegar kallið kemur. Gunni er frábær markmaður og við erum finnst mér mjög gott teymi. Við erum góðir vinir og Fjalli er líka frábær. Þeir eru líka ástæða fyrir því að maður kemur til baka. Það er markmið hjá liðinu að gera sem allra best og það er sama hvort það sé ég sem spila eða Gunni," sagði Atli Gunnar.
Athugasemdir
banner
banner
banner