Amorim gæti stigið frá borði ef slæmt gengi Man Utd heldur áfram - Bayern ætlar ekki að bjóða Sane hærri samning
John Andrews: Stundum þegar þú ert að spila hræddur þrýstir þér það upp á næsta stig
Óli Kristjáns: Bara feikilega ánægður
Álfa: Við viljum bara komast í úrslit
Eva Stefánsdóttir: Gríðarlega flott FH lið
Natasha: Sögðu bara að við ættum að rífa okkur í gang
Óskar með hausverk fyrir næsta leik: Sagði bara 'af hverju?'
Bryndís Rut: Extra sætt að hefna fyrir tapið í deildinni
Ída Marín: Uppáhalds skotið mitt er að vippa, geri það mikið í bandaríkjunum.
Jóhannes Karl: Þessar breytingar voru allar ósköp eðlilegar
Ali líður vel í Víkinni: Vona að ég get gefið til baka
Heimir fann lausn: Ekki gefa boltann á slæmum stöðum
Sölvi um mörkin: Þetta var góð pressa
Fékk svarið sem hann vildi fá - „Menn setjist á bekkinn og hugsi sinn gang"
Upplifði ógnvekjandi tíma í vetur - „Mjög þakklátur miðað við hvar maður var"
Æsingur eftir leik - „Illa að okkur vegið að saka okkur um að tefja"
Grímsi ósáttur að hafa verið bekkjaður - „Fáránlegt"
Ívar Ingimars: Frábært að fá þessa reynslu og máta sig við topplið í Bestu
Systurnar skoruðu báðar: Hún lætur mann stundum heyra það
Óskar Hrafn: Þegar tveir strengir slitna tekur tíma að ná aftur takti við hljómsveitina
Rúnar vildi fá víti: Dómarinn á að sjá þetta betur en ég
   fös 25. mars 2022 23:41
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Var klár þegar FH kallaði - „Komu upp aðstæður sem flestir vita af"
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
„Tilfinningin er frábær, það er alltaf gaman að vinna bikar," sagði Atli Gunnar Guðmundsson, markvörður FH, eftir sigur í úrslitaleik Lengjubikarsins í dag.

Gunnar Nielsen er með færeyska landsliðinu og því var það í höndum Atla að verja mark FH-liðsins í dag.

„Ég var reyndar búinn að vera smá veikur í vikunni þannig að það var ekki eins mikið af áköfum æfingum en þegar það er þannig þá er bara hausinn rétt stilltur á og engin vandamál."

Lestu um leikinn: Víkingur R. 1 -  2 FH

Atli skrifaði undir nýjan samning við FH fyrir rúmum mánuði síðan og tekur slagin með liðinu í sumar. Hvernig kom það til?

„Þetta er svolítið langur aðdragandi kannski en það komu upp aðstæður sem flestir vita af. En svo er það líka þannig að Óli, Bjössi og Fjalar ýttu mjög á að fá mig og ég var bara mjög spenntur því áhuginn var mikill. Ég fann það þegar ég var að taka ákvörðunina að mig langaði að gera þetta, ég hugsaði að ég myndi sjá eftir því seinna ef ég myndi ekki grípa þetta tækifæri."

Varstu farinn að gæla við að leggja hanskana á hilluna?

„Mér finnst vont að segja „leggja á hilluna" en ég var kominn í smá frí og ætlaði mér að einbeita mér að öðrum hlutum. Þetta kom upp og ég er bara mjög spenntur fyrir verkefninu."

Atli var spurður út í stöðuna á FH á þessum tímapunkti, húmorista í þjálfarateyminu og þrjú sérstök atvik í leiknum. Allt viðtalið má sjá í spilaranum að ofan.

„Tilfinningin þegar Ástbjörn skoraði var frábær, geggjuð. Það var búið að bæta í vind, veðrið leiðinlegt og við vorum búnir að berjast svolítið í leiðinlegum aðstæðum. Ég var mjög sáttur að sjá hann í netinu og geggjað að vinna leikinn svona."

Er klárt hjá ykkur að Gunnar er aðalmarkvörður og þú ert til að veita honum aðhald?

„Já, það er nokkuð skýrt hvernig það er. En það er frábært að fá þessa leiki til að sýna að ég er alveg tilbúinn að stökkva inn þegar kallið kemur. Gunni er frábær markmaður og við erum finnst mér mjög gott teymi. Við erum góðir vinir og Fjalli er líka frábær. Þeir eru líka ástæða fyrir því að maður kemur til baka. Það er markmið hjá liðinu að gera sem allra best og það er sama hvort það sé ég sem spila eða Gunni," sagði Atli Gunnar.
Athugasemdir
banner