Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   lau 25. mars 2023 13:40
Aksentije Milisic
Mudryk við Zinchenko: London er blá
Mynd: Getty Images

Mykhaylo Mudryk, leikmaður Chelsea, er í landsliði Úkraínu en liðið hefur leik í undankeppni EM á morgun þegar það mætir Englandi á Wembley.


Mudryk og Oleksandr Zinchenko eru liðsfélagar í landsliðinu en Mudryk var mjög nálægt því að ganga til liðs við Arsenal og vera einnig liðsfélagi Zinchenko þar.

Allt stefndi í það að Arsenal myndi kaupa Mudryk í janúar glugganum en Chelsea stal honum fyrir framan nefið á Arsenal á lokastundu eins og flestir muna eftir.

Arsenal keypti þá Leandro Trossard frá Brighton en Trossard hefur heillað í liði Arsenal frá því að hann kom. Mudryk og Zinchenko eru miklir félagar en þeir grínast oft þegar þeir ræða liðin tvö, Arsenal og Chelsea.

„Ég og Zinchenko grínumst mikið. Við tölum um Arsenal og Chelsea og hvernig London er á litinn. Ég segi við hann að hún sé blá," sagði Mudryk.

„Mér líkar vel við Zinchenko, hann er mjög fyndinn og góður náungi. Stundirnar sem ég eyði með honum eru góðar og skemmtilegar."

England vann Ítalíu í fyrsta leik sínum í undankeppni EM en Úkraína sat hjá í fyrstu umferð.


Athugasemdir
banner
banner
banner