Man Utd á eftir De Ligt - Greenwood eftirsóttur - Olise nálgast Chelsea - Mourinho vill fá Lindelöf
   lau 25. maí 2024 13:45
Ívan Guðjón Baldursson
Newcastle leiðir kappið um Tosin
Mynd: EPA
Það eru ýmis félög sem vilja krækja í miðvörðinn Tosin Adarabioyo á frjálsri sölu í sumar en Sky Sports segir að Newcastle leiði kapphlaupið.

Manchester United hefur einnig verið nefnt til sögunnar ásamt félögum á Ítalíu, Spáni og Sádi-Arabíu, en Tosin er talinn vilja vera áfram á Englandi.

Sky segir að viðræður Tosin við Newcastle séu langt á veg komnar. Búið er að semja um öll helstu meginatriðin en það á eftir að ganga frá ákveðnum smáatriðum áður en Tosin getur gefið endanlegt samþykki.

Tosin er 26 ára gamall og spilaði mjög vel með Fulham á seinni hluta tímabils en skrifaði ekki undir nýjan samning við félagið.

Hann er uppalinn hjá Manchester City og hefur spilað fyrir West Bromwich Albion og Blackburn Rovers á ferlinum, auk þess að eiga 14 landsleiki að baki fyrir yngri lið Englands.
Athugasemdir
banner
banner