Eze og Olise gætu sameinast á ný - Veglegur launapakki Wirtz - De Bruyne á leið til Napoli
Kjartan Kári lagði upp tvö: Allt að ganga hjá mér núna
Kjartan Henry: Oftast gengið vel gegn Breiðabliki
Dóri Árna: Algerlega tilgangslaust að fara grenja og vorkenna sjálfum sér
Halli Hróðmars: Þetta var rautt spjald
Siggi Höskulds: Galið að þessi leikur vinnist með einu marki
Ekki sáttur með byrjunina á tímabilinu - „Köstum þessu frá okkur“
Skoraði sitt fyrsta mark í Bestu - „Ekkert eðlilega gott"
Endurstilltu sig í hálfleik - „Ekki við hæfi barna“
Sölvi dásamar Stíg Diljan: Hann er með allan pakkann
Jón Þór ósáttur við dómarana - „Menn eru full litlir í sér"
Haddi: Ég hef fengið frábær svör
Magnús Már: Hallgrímur Mar drepur þetta
Hallgrímur Mar: Þetta er á réttri leið
Túfa: Aðalmarkmiðið var að halda markinu hreinu
Láki: Okkar slakasti leikur í sumar
Alli Jói: Hann gefur okkur ekki eðlilega mikið
Elfar Árni: Skemmtilegra að vinna á dramatískan hátt
Jóhannes Karl: Er orðinn svo þreyttur á þessari spurningu
Jóhann Kristinn: Eigum 'Hell week' framundan
Guðni Eiríks: Maður vill að FH liðið standi fyrir eitthvað
   sun 25. maí 2025 22:20
Kári Snorrason
Kjartan Henry: Oftast gengið vel gegn Breiðabliki
Kjartan Henry finnst gaman að mæta Breiðabliki.
Kjartan Henry finnst gaman að mæta Breiðabliki.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
FH vann sterkan sigur gegn ríkjandi Íslandsmeisturum Breiðabliks fyrr í kvöld, lokatölur 2-0. Aðstoðarþjálfari FH, Kjartan Henry Finnbogason mætti sáttur í viðtal eftir leik.

Lestu um leikinn: FH 2 -  0 Breiðablik

„Sterk frammistaða, það var liðsstemning í vikunni fyrir leik og við tókum það með okkur í leikinn. Ég er sérstaklega ánægður með að halda hreinu og að vinna á heimavelli. Við erum ósigraðir á heimavelli og við viljum reyna að halda því eins lengi og við getum.“

FH hefur einungis tapað einu sinni gegn Breiðabliki á heimavelli síðastliðin 6 ár.

„Mér sem leikmanni hefur oftast gengið vel gegn Breiðabliki. Við fórum í grunngildin, unnum seinni boltana og komum með kraft og stemningu í þessa frábæru mætingu sem var í Krikanum hér í kvöld.“

FH hefur unnið þrjá af síðustu fjórum leikjum sínum eftir erfiða byrjun á tímabilinu. Kjartan segir lykilatriði að hópurinn héldi ró og trú á verkefninu.

„Halda ró og trú. Þessir fyrstu leikir voru mjög sérstakir. Við erum að spila þriðja heimaleikinn núna, loksins í áttundu umferð. Svo lengi sem við erum ekki að gefa mörk eða erum„sloppy" þá eru okkur allir vegir færir.“
Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan.


Athugasemdir
banner
banner