sun 25. júlí 2021 20:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Lærisveinar Gerrard lögðu Real Madrid
Steven Gerrard þjálfar Rangers.
Steven Gerrard þjálfar Rangers.
Mynd: Getty Images
Lærisveinar Steven Gerrard í Rangers gerðu sér lítið fyrir og lögðu spænska stórveldið Real Madrid í æfingaleik í kvöld.

Leikið var á Ibrox-vellinum í Glasgow og þar tók Real Madrid forystuna. Hinn brasilíski Rodrygo kom Madrídingum yfir eftir átta mínútna leik.

Staðan var 0-1 í hálfleik, en eftir tíu mínútur í seinni hálfleik jafnaði Rangers metin. Fashion Sakala jafnaði metin og Cedric Itten kom Rangers yfir á 77. mínútu, tveimur mínútum eftir að varnarmaðurinn Nacho fékk rauða spjaldið hjá Real.

Gríðarlega flottur sigur hjá Rangers sem hefur titilvörn sína í Skotlandi um næstu helgi gegn Livingston.

Spænska úrvalsdeildin byrjar ekki fyrr en um miðjan ágúst og því er undirbúningstímabilið rétt að byrja hjá Real Madrid sem leikur undir stjórn Carlo Ancelotti.

Byrjunarlið Rangers: McGregor, Tavernier, Goldson, Helander, Barisic, Davis, Lundstram, Wright, Hagi, Kent, Sakala.

Byrjunarlið Real Madrid: Lunin, Nacho, Marcelo, Vazquez, Jovic, Odriozola, Odegaard, Isco, Rodrygo, Blanco, Chust.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner