,,Við komum frekar rólegir inn í leikinn. Leikurinn spilaðist svolítið upp í hendurnar á þeim. Þeir komast yfir snemma og ná síðan að drepa leikinn og komast upp með það," sagði Ásmundur Arnarsson þjálfari Fylkis eftir 1-0 tap gegn ÍBV í kvöld.
Víðir Þorvarðarson skoraði eina markið eftir gott spil hjá ÍBV og sendingu frá Ian Jeffs. Fylkismenn vildu fá rangstöðu á Jeffs í markinu.
,,Það eru atriði sem við höfum ekki stjórn á sem ráða úrslitum. Mér fannst vera rangstöðulykt af markinu þeirra og klár vítaspyrna í síðari hálfleik þegar farið er í andlitið á Viðari. Þá hefði þetta snúist akkúrat og við verið ánægðir."
Fylkismenn hafa verið á góðu skriði að undanförnu en eftir tapið í dag er liðið í 8. sæti með 17 stig, fjórum stigum frá falli.
,,Það er fullt eftir af þessu móti og við þurfum svo sannarlega að halda áfram því sem við höfum verið að gera."
Hér að ofan má sjá viðtalið í heild sinni.
Athugasemdir
























