
„Mér líður hrikalega vel. Þetta var mjög erfiður leikur og þurftum heldur betur að hafa fyrir því,'' segir Haraldur Árni Hróðmarsson, aðstoðarþjálfari ÍA, eftir 1-0 sigur gegn Selfoss í 18. umferð Lengjudeildarinnar.
Lestu um leikinn: ÍA 1 - 0 Selfoss
„Þetta var ekki okkar besti leikur í sumar, ég held að það væri erfitt að sannfæra fólki um það. Enga síður þá eigum við fullt af ágætis fyrirgjafastöðum. Við komum boltanum mikið inn í þeirra teig, það vantaði aðeins hæslu muninn í að bæta við mörkum,''
„Það er altaf gott að vinna þessa leiki sem við eigum eftir og halda pressunni á Aftureldingu. Afturelding eins og við eiga mjög erfitt leiki eftir, þannig það er algjör lífnauðsynlegtvfyrir okkur að ná í öll stig sem er í boði.''
Arnleifur, leikmaður ÍA, fékk sitt annað gula spjald fyrir leikaraskap á 80. mínútu.
„Þetta er ansi tæpt, ég er ekki viss um að þetta hafi verið rétti dómur. Í mómentinu er ekkert við því að gera,''
Hægt er að horfa á viðtalið í heild sinni hér fyrir ofan.