Forest hafnar öllum tilboðum í Anderson sem er á óskalista Man Utd - Tottenham vill fá Samu Aghehowa
Ólafur Ingi: Draumastaða er bara þrjú stig
Sviptu hulunni af Loga Ólafs sem sagði af sér um leið
Höskuldur: Ég er mikill unnandi Loga sem persónu og leikmanns
Árni Guðna: Aldrei spurning þegar kallið kom héðan
Jói Kalli: Langaði ekki að vera lengur einn úti
Alex Freyr: Tók eitt símtal frá Davíð Smára
Sá fyrir sér að spila allan ferilinn með Völsungi en fetar í spor föður síns
Útskýrir af hverju hann er orðinn þjálfari Sindra: Ákvað að hætta í janúar
„Vissi að það yrði erfitt að kveðja en varð mun erfiðara en ég átti von á"
29 ára þjálfari í efstu deild - „Frábært að koma inn í svona stórt félag"
Lítur á HK sem klárt skref upp á við - „Kitlar egóið að vera í þannig stöðu"
Sverrir spenntur fyrir framtíðinni: Við erum með mjög gott lið
Elías Rafn: Eigum ekki að fá á okkur svona einföld mörk
Hákon Arnar: Mun taka tíma að jafna sig á þessu
Guðlaugur Victor: Trúði ekki þessari vörslu
Brynjólfur: Áfram gakk og við förum á næsta stórmót
Jón Dagur um að HM draumurinn sé horfinn: Gríðarleg vonbrigði
Ísak Bergmann: Þetta er bara okkar Króatía
Hilmar Jökull: Verðum í bullandi minnihluta en það verður fjör
Toddi: Ef við byrjum eins og í Bakú þá eigum við góða möguleika
   sun 25. september 2022 17:15
Sverrir Örn Einarsson
Gunnar Magnús: Smá styrkingar þá getur þetta félag alveg tekið næsta skref
Kvenaboltinn
Gunnar Magnús Jónsson
Gunnar Magnús Jónsson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Það er hundfúlt alltaf að tapa fótboltaleik en ég er aðallega fúll með frammistöðuna í dag. ´Hún var lengst af alls ekki ásættanleg og ég veit ekki hvað það er einkenni okkar að þegar við erum með bakið upp við vegg eiga stelpurnar sína bestu leiki en hvort úrslitin í gær hafi gert það að verkum að frammistaðan var ekki betri en þetta er stórt spurningamerki.“
Sagði Gunnar Magnús Jónsson þjálfari Keflavíkur eftir 2-1 tap Keflavíkur gegn ÍBV fyrr í dag en Keflavíkurliðið var öruggt með sæti sitt í deildinni eftir að Afturelding laut í lægra haldi gegn Val í gær.

Lestu um leikinn: Keflavík 1 -  2 ÍBV

Að litlu er í raun að keppa fyrir Keflavík sem á eftir einn leik eftir í mótinu. Framundan er þó að hefja undirbúning liðsins fyrir þriðja tímabilið í röð í efstu deild. Hvað þarf Keflavík að gera til þess að stíga næsta skref og mögulega slíta sig frá botnbaráttunni og klífa aðeins upp töfluna á næsta tímabili?

„Þetta eru pælingar sem við erum byrjuð að ræða. En fyrir þetta tímabil verða gríðarlegar breytingar á liðinu þannig að mér finnst í raun afrek hjá stelpunum og félaginu að við höfum náð að halda okkar sæti og tryggja okkur þegar tveir leikir eru eftir. Frá því í fyrra eru 8-9 leikmenn sem voru að spila meira en 10 leiki horfnir á braut þannig að þetta er nýtt lið og það eru ungar og efnilegar stelpur að koma upp sem að fengu mun stærra hlutverk núna en í fyrra. Ef að við byggjum ofan á það og þær taka enn stærra skref og við þurfum að fara í smá styrkingar þá getur þetta félag alveg tekið næsta skref sem að það þarf í rauninni að gera.“

Barna og unglingastarf knattspyrnufélaga í Reykjanesbæ er vaxandi og eftir gríðarlega fólksfjölgun undanfarin áratug er efniviðurinn að aukast. Framtíð liðsins gæti því verið björt haldi liðið rétt á spilunum.

„Það er eitthvað sem við erum meðvituð um. Við vitum að það er að koma mikið af ungum og efnileguim stelpum upp og hugsum svolítið til framtíðar. Við erum að gefa þessum stelpum tækifæri og vitum að það eru fleiri á leiðinni. Ef þú ætlar að halda fótboltafélagi í efstu deild þá þarftu að byggja svolítið á innviðum og geta verið með eitthvað af heimastúlkum til lengri tíma litið. Við erum með styrkingar hérna, erlenda leikmenn og lánsmenn en það er stefnan fram á við að reyna að byggja þetta enn meira upp á heimastelpum.“

Sagði Gunnar en allt viðtalið má sjá hér að ofan.

Athugasemdir
banner
banner