Man Utd og Newcastle fylgjast náið með Anderson - Barcelona leiðir kapphlaupið um Greenwood
Ragnar Bragi: Sýnir að klúbbnum sé alvara
Heimir setur titlasöfnun til hliðar: Núna er að búa til eitthvað
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
Túfa um Val: Miðað við allt sem ég er búinn að gera á ég þetta ekki skilið
Aron Sig stendur við ummæli sín: Sjá allir að við erum að fara taka yfir
Elmar Atli sár og svekktur: Að taka þessa ákvörðun í þessari stöðu er óskiljanlegt
Var afskaplega drjúgur fyrir KR í úrslitaleikjunum
Luke Rae um hasarinn: Það var ekkert alvarlegt
Eiði Aroni fannst liðið gefast upp - „Ekki sjón að sjá okkur eftir bikartitilinn"
Tilfinningarnar báru Hrannar ofurliði
Óskar Hrafn: Skrifað í skýin að við fengjum þetta verkefni til að leysa
Björn Daníel leggur skóna á hilluna: Blóðið orðið svart og hvítt
Rúnar: Það mun vera í sögubókunum
Maggi: Opinn fyrir því að halda áfram
   sun 25. september 2022 17:15
Sverrir Örn Einarsson
Gunnar Magnús: Smá styrkingar þá getur þetta félag alveg tekið næsta skref
Kvenaboltinn
Gunnar Magnús Jónsson
Gunnar Magnús Jónsson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Það er hundfúlt alltaf að tapa fótboltaleik en ég er aðallega fúll með frammistöðuna í dag. ´Hún var lengst af alls ekki ásættanleg og ég veit ekki hvað það er einkenni okkar að þegar við erum með bakið upp við vegg eiga stelpurnar sína bestu leiki en hvort úrslitin í gær hafi gert það að verkum að frammistaðan var ekki betri en þetta er stórt spurningamerki.“
Sagði Gunnar Magnús Jónsson þjálfari Keflavíkur eftir 2-1 tap Keflavíkur gegn ÍBV fyrr í dag en Keflavíkurliðið var öruggt með sæti sitt í deildinni eftir að Afturelding laut í lægra haldi gegn Val í gær.

Lestu um leikinn: Keflavík 1 -  2 ÍBV

Að litlu er í raun að keppa fyrir Keflavík sem á eftir einn leik eftir í mótinu. Framundan er þó að hefja undirbúning liðsins fyrir þriðja tímabilið í röð í efstu deild. Hvað þarf Keflavík að gera til þess að stíga næsta skref og mögulega slíta sig frá botnbaráttunni og klífa aðeins upp töfluna á næsta tímabili?

„Þetta eru pælingar sem við erum byrjuð að ræða. En fyrir þetta tímabil verða gríðarlegar breytingar á liðinu þannig að mér finnst í raun afrek hjá stelpunum og félaginu að við höfum náð að halda okkar sæti og tryggja okkur þegar tveir leikir eru eftir. Frá því í fyrra eru 8-9 leikmenn sem voru að spila meira en 10 leiki horfnir á braut þannig að þetta er nýtt lið og það eru ungar og efnilegar stelpur að koma upp sem að fengu mun stærra hlutverk núna en í fyrra. Ef að við byggjum ofan á það og þær taka enn stærra skref og við þurfum að fara í smá styrkingar þá getur þetta félag alveg tekið næsta skref sem að það þarf í rauninni að gera.“

Barna og unglingastarf knattspyrnufélaga í Reykjanesbæ er vaxandi og eftir gríðarlega fólksfjölgun undanfarin áratug er efniviðurinn að aukast. Framtíð liðsins gæti því verið björt haldi liðið rétt á spilunum.

„Það er eitthvað sem við erum meðvituð um. Við vitum að það er að koma mikið af ungum og efnileguim stelpum upp og hugsum svolítið til framtíðar. Við erum að gefa þessum stelpum tækifæri og vitum að það eru fleiri á leiðinni. Ef þú ætlar að halda fótboltafélagi í efstu deild þá þarftu að byggja svolítið á innviðum og geta verið með eitthvað af heimastúlkum til lengri tíma litið. Við erum með styrkingar hérna, erlenda leikmenn og lánsmenn en það er stefnan fram á við að reyna að byggja þetta enn meira upp á heimastelpum.“

Sagði Gunnar en allt viðtalið má sjá hér að ofan.

Athugasemdir
banner