Næstu þrír leikir ráða framtíð Amorim - Glasner, Southgate, Silva og Iraola orðaðir við Man Utd - Liverpool horfir til Araujo
Magnús Már: Það er gjörsamlega óásættanlegt
Viktor Jóns: Tók eftir því strax í vetur hvað býr í þessum gæja
Damir: Það er enginn skjálfti
Láki: Þetta réðst ekki hér
Lárus Orri kjarnyrtur „Berjast fyrir þessu og fara í svolítið fuck you mode"
Dóri Árna: Það er alveg rétt að stigasöfnun hefur verið rýr í síðustu deildarleikjum
Breki Baxter: FH leikurinn situr núna í okkur
Gummi Kristjáns léttur: Er að spila alltof aftarlega á vellinum
Túfa hefur ekki áhyggjur - „Alvöru menn taka mótlætið á kassann“
„Ekkert að rífa okkur upp til skýja fyrir að vinna Val hérna“
Valdimar Þór: Þurftum ekkert að elta þá út um allt
Sölvi eftir stórsigur á Meistaravöllum: Líst mjög vel á þetta gras hér í KR
Óskar Hrafn hugar að breytingum: Egó þjálfarans getur ekki verið að þvælast fyrir árangri liðsins
Davíð Smári: Ósáttur með að við skulum gleyma fyrir hvað við stöndum
Bjarni Guðjón: Það er gaman að vera Þórsari í dag
„Fullyrði að ekki nokkur leikmaður hefur bætt sig jafn mikið eftir þrítugt"
Rúnar: Þá tekur þú ekki besta leikmanninn í liðinu útaf
Hallgrímur Mar: Getum engum öðrum en sjálfum okkur um kennt
Heimir: Þeir voru að svæfa leikinn og komust upp með það
Jón Daði: Þarf að komast í burtu frá fótbolta og hreinsa hugan
   sun 25. september 2022 17:15
Sverrir Örn Einarsson
Gunnar Magnús: Smá styrkingar þá getur þetta félag alveg tekið næsta skref
Kvenaboltinn
Gunnar Magnús Jónsson
Gunnar Magnús Jónsson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Það er hundfúlt alltaf að tapa fótboltaleik en ég er aðallega fúll með frammistöðuna í dag. ´Hún var lengst af alls ekki ásættanleg og ég veit ekki hvað það er einkenni okkar að þegar við erum með bakið upp við vegg eiga stelpurnar sína bestu leiki en hvort úrslitin í gær hafi gert það að verkum að frammistaðan var ekki betri en þetta er stórt spurningamerki.“
Sagði Gunnar Magnús Jónsson þjálfari Keflavíkur eftir 2-1 tap Keflavíkur gegn ÍBV fyrr í dag en Keflavíkurliðið var öruggt með sæti sitt í deildinni eftir að Afturelding laut í lægra haldi gegn Val í gær.

Lestu um leikinn: Keflavík 1 -  2 ÍBV

Að litlu er í raun að keppa fyrir Keflavík sem á eftir einn leik eftir í mótinu. Framundan er þó að hefja undirbúning liðsins fyrir þriðja tímabilið í röð í efstu deild. Hvað þarf Keflavík að gera til þess að stíga næsta skref og mögulega slíta sig frá botnbaráttunni og klífa aðeins upp töfluna á næsta tímabili?

„Þetta eru pælingar sem við erum byrjuð að ræða. En fyrir þetta tímabil verða gríðarlegar breytingar á liðinu þannig að mér finnst í raun afrek hjá stelpunum og félaginu að við höfum náð að halda okkar sæti og tryggja okkur þegar tveir leikir eru eftir. Frá því í fyrra eru 8-9 leikmenn sem voru að spila meira en 10 leiki horfnir á braut þannig að þetta er nýtt lið og það eru ungar og efnilegar stelpur að koma upp sem að fengu mun stærra hlutverk núna en í fyrra. Ef að við byggjum ofan á það og þær taka enn stærra skref og við þurfum að fara í smá styrkingar þá getur þetta félag alveg tekið næsta skref sem að það þarf í rauninni að gera.“

Barna og unglingastarf knattspyrnufélaga í Reykjanesbæ er vaxandi og eftir gríðarlega fólksfjölgun undanfarin áratug er efniviðurinn að aukast. Framtíð liðsins gæti því verið björt haldi liðið rétt á spilunum.

„Það er eitthvað sem við erum meðvituð um. Við vitum að það er að koma mikið af ungum og efnileguim stelpum upp og hugsum svolítið til framtíðar. Við erum að gefa þessum stelpum tækifæri og vitum að það eru fleiri á leiðinni. Ef þú ætlar að halda fótboltafélagi í efstu deild þá þarftu að byggja svolítið á innviðum og geta verið með eitthvað af heimastúlkum til lengri tíma litið. Við erum með styrkingar hérna, erlenda leikmenn og lánsmenn en það er stefnan fram á við að reyna að byggja þetta enn meira upp á heimastelpum.“

Sagði Gunnar en allt viðtalið má sjá hér að ofan.

Athugasemdir