Garnacho vill ekki til Arabíu - Bayern gæti reynt við Trossard - Ferguson hefur gert munnlegt samkomulag við Roma
Höskuldur: Verður allt annar leikur hér á Kópavogsvelli
„Búnir að fá æfingu í því í 11 leikjum af 14"
Skoraði sitt fyrsta mark á ferlinum með skoti fyrir aftan miðju
Siggi Hall: Þeir brotnuðu og við gengum á lagið
Haddi eftir 5-0 tap: Svekktir fyrsta klukkutímann á leiðinni heim
Björn Daníel skaut á „gömlu kallana“ í Stúkunni - „Aldrei spilað á svona góðu grasi“
Kjartan Henry: Hlakka til að horfa á leikinn aftur
Gústi Gylfa: Eins og Þorgrímur Þráins sagði, varnarleikur vinnur leiki
„Örugglega það besta sem ég hef séð frá honum síðan ég kom"
Rúnar: Ætlum ekki að fara grenja yfir því að hafa tapað
Partí á Ísafirði í kvöld - „Vonandi sletta þeir aðeins úr klaufunum"
Alli Jói: Pabbi hringdi í mig og skammaði mig eftir leik
Fyrsta tap ÍR: „Helvíti gróft ef að eitt tap í tólf leikjum sitji þungt í mönnum"
Hemmi fékk góða afmælisgjöf: „Hún gat ekki verið betri"
Reynir Freyr: Gefur okkur mikið að fá Jón Daða
Gunnar Guðmunds: Við erum búnir að fá okkur alltof mörg mörk úr föstum leikatriðum
Árni Freyr: Andleysi leikmanna í hámarki
Jakob Gunnar spilaði sinn síðasta leik fyrir Þróttara: Vildi spila meira
Ingi Rafn: Fyrri hálfleikurinn skóp þennan sigur
Mark tekið af Keflavík vegna rangstöðu: „Bara óskiljanlegt"
   sun 25. september 2022 17:15
Sverrir Örn Einarsson
Gunnar Magnús: Smá styrkingar þá getur þetta félag alveg tekið næsta skref
Kvenaboltinn
Gunnar Magnús Jónsson
Gunnar Magnús Jónsson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Það er hundfúlt alltaf að tapa fótboltaleik en ég er aðallega fúll með frammistöðuna í dag. ´Hún var lengst af alls ekki ásættanleg og ég veit ekki hvað það er einkenni okkar að þegar við erum með bakið upp við vegg eiga stelpurnar sína bestu leiki en hvort úrslitin í gær hafi gert það að verkum að frammistaðan var ekki betri en þetta er stórt spurningamerki.“
Sagði Gunnar Magnús Jónsson þjálfari Keflavíkur eftir 2-1 tap Keflavíkur gegn ÍBV fyrr í dag en Keflavíkurliðið var öruggt með sæti sitt í deildinni eftir að Afturelding laut í lægra haldi gegn Val í gær.

Lestu um leikinn: Keflavík 1 -  2 ÍBV

Að litlu er í raun að keppa fyrir Keflavík sem á eftir einn leik eftir í mótinu. Framundan er þó að hefja undirbúning liðsins fyrir þriðja tímabilið í röð í efstu deild. Hvað þarf Keflavík að gera til þess að stíga næsta skref og mögulega slíta sig frá botnbaráttunni og klífa aðeins upp töfluna á næsta tímabili?

„Þetta eru pælingar sem við erum byrjuð að ræða. En fyrir þetta tímabil verða gríðarlegar breytingar á liðinu þannig að mér finnst í raun afrek hjá stelpunum og félaginu að við höfum náð að halda okkar sæti og tryggja okkur þegar tveir leikir eru eftir. Frá því í fyrra eru 8-9 leikmenn sem voru að spila meira en 10 leiki horfnir á braut þannig að þetta er nýtt lið og það eru ungar og efnilegar stelpur að koma upp sem að fengu mun stærra hlutverk núna en í fyrra. Ef að við byggjum ofan á það og þær taka enn stærra skref og við þurfum að fara í smá styrkingar þá getur þetta félag alveg tekið næsta skref sem að það þarf í rauninni að gera.“

Barna og unglingastarf knattspyrnufélaga í Reykjanesbæ er vaxandi og eftir gríðarlega fólksfjölgun undanfarin áratug er efniviðurinn að aukast. Framtíð liðsins gæti því verið björt haldi liðið rétt á spilunum.

„Það er eitthvað sem við erum meðvituð um. Við vitum að það er að koma mikið af ungum og efnileguim stelpum upp og hugsum svolítið til framtíðar. Við erum að gefa þessum stelpum tækifæri og vitum að það eru fleiri á leiðinni. Ef þú ætlar að halda fótboltafélagi í efstu deild þá þarftu að byggja svolítið á innviðum og geta verið með eitthvað af heimastúlkum til lengri tíma litið. Við erum með styrkingar hérna, erlenda leikmenn og lánsmenn en það er stefnan fram á við að reyna að byggja þetta enn meira upp á heimastelpum.“

Sagði Gunnar en allt viðtalið má sjá hér að ofan.

Athugasemdir
banner
banner