Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   sun 25. september 2022 09:40
Ívan Guðjón Baldursson
Maignan missir af leikjunum gegn Chelsea
Auk þess að vera frábær að verja boltann þá er Maignan virkilega öflugur í fótunum og hefur reynst mikilvægur hlekkur í uppspili Milan.
Auk þess að vera frábær að verja boltann þá er Maignan virkilega öflugur í fótunum og hefur reynst mikilvægur hlekkur í uppspili Milan.
Mynd: EPA

Ítalskir fjölmiðlar greina frá því að Mike Maignan hafi meiðst á kálfa og verði frá keppni í mánuð.


Franski markvörðurinn er lykilmaður í liði AC Milan og missir af næstu leikjum Ítalíumeistaranna, meðal annars tveimur mikilvægum leikjum gegn Chelsea í riðlakeppni Meistaradeildarinnar.

Ciprian Tatarusanu mun taka stöðu Maignan á milli stanganna en Milan er með fjögur stig eftir tvær fyrstu umferðirnar. Til samanburðar er Chelsea aðeins með eitt stig og því gríðarlega mikilvægar innbyrðisviðureignir sem eru framundan.

Maignan er 27 ára gamall og er meðal varamarkvarða franska landsliðsins. 

Hinn 36 ára gamli Tatarusanu var landsliðsmarkvörður Rúmeníu þar til hann lagði landsliðshanskana á hilluna fyrir tveimur árum.


Athugasemdir
banner
banner
banner