Rodrygo íhugar að fara frá Real Madrid - Man Utd og Juventus á eftir Ederson - Kane ætlar að vera áfram hjá Bayern
„Það verða læti í okkur, það er alveg klárt"
Gunnar Heiðar: Verður gaman að fá þá á grasið okkar
Nik: Hún hefði í raun ekki átt að spila neitt en hefur gert frábærlega
Óskar Smári eftir 7-1 tap: Furðulegt en satt þá líður mér bara vel
Bjarni Mark: Ég er bara svona kartafla
Túfa um gagnrýni á Val: Ég skil ekkert í þessari umræðu
Viktor Freyr um markmannsmálin: Þetta kom alveg á óvart
Magnús Már: Vantaði meiri áræðni í teignum og meiri grimmd
Rúnar: Náðum aðeins að hrista upp í þeim og hræða þá
Sölvi Geir: Okkur fannst dómgæslan halla gegn okkur
Bjarki Björn: Lítið annað í stöðunni en að smella honum í fjær
Láki: Sagði mér að drulla mér bara í burtu
Jökull: Raunveruleikinn er sá að við áttum ekkert skilið
Luke Rae: Það halda allir að ég sé vélmenni
Jón Þór: Niðurstaðan er bara hræðileg
Óskar Hrafn eftir fimm marka sigur: Við eigum töluvert inni
Heimir Guðjóns: Þýðir ekki að mæta hingað og vera pínulitlir
Aron Sig: Nýt þess að spila og bara geggjað að vera kominn aftur
Haddi: Erum gott lið sem mun vaxa inn í mótið
Jóhann Kristinn: Ætli við höfum ekki skorað megnið af þessum mörkum sjálf
   fös 25. október 2024 15:08
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Viðtal
Arnar Gunnlaugs: Ómannlegt að fara í einhverja þvælu í gær
Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkinga.
Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkinga.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Arnar vonast til að fagna sigri á sunnudaginn.
Arnar vonast til að fagna sigri á sunnudaginn.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Núna er fullur fókus á Blikaleikinn," sagði Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkinga, í samtali við Fótbolta.net í dag. Á sunnudaginn mætast Víkingur og Breiðablik í hreinum úrslitaleik um sigur í Bestu deildinni. Það er gríðarleg eftirvænting fyrir þessum risastóra leik.

Víkingar unnu sigur á Cercle Brugge í Sambandsdeildinni í gær en núna er einbeitingin komin á það að vinna Breiðablik og vinna í leiðinni Íslandsmeistaratitilinn.

„Við komum saman eftir leikinn í gær og fengum okkur pizzu. Þú verður í þessu amstri að njóta góðu stundanna. Við leyfum okkur að fagna í gær. Svo vöknuðum við í morgun og þá hefst undirbúningurinn fyrir leikinn gegn Blikum. Þannig á það held ég að vera. Ef við hefðum strax farið í einhverja þvælu í gær að vera eins og vélmenni - að fara að einbeita okkur að Blikaleiknum - þá er það ómannlegt. Við vonandi gerðum þetta hárrétt," sagði Arnar.

Þeir hafa verið ótrúlegir
Það voru flestir að tala um Víking og Val fyrir tímabil, en Blikarnir hafa gert mjög vel eftir miklar breytingar.

„Þeir hafa verið ótrúlegir. Þeir hikstuðu smá í byrjun, eðlilega. Svo hafa þeir svarað pressunni - sem fylgir því að vera alltaf að elta - mjög vel. Þeir eru mjög þroskað lið. Þeir minna mig svolítið á Víkinga ef ég á að segja alveg eins og er."

„Það slær enginn Óskari Hrafni við í skemmtanagildi í fótbolta. Blikarnir voru hrikalega skemmtilegir undir hans stjórn og náðu frábærum árangri. Það er aðeins öðruvísi núna. Aðeins? Þeir eru töluvert öðruvísi lið. En engu að síður eru þeir frábært lið sem skorar mikið af mörkum og fær fá á sig," sagði Arnar.

Það er einstaklega skemmtilegt að fá þennan leik þar sem það er mikill rígur á milli þessara tveggja liða.

„Þetta er draumaúrslitaleikur allra held ég. Það er mikið búið að ganga á síðustu árin. Ég ætla að vona að þetta verði ekki neinn endapunktur en þetta er hápunktur rígsins síðustu árin. Svo tekur eitthvað nýtt við. Það mun mikið gerast í þessum leik. Það verða mörk og svo verður besta liðið Íslandsmeistari," sagði þjálfari Víkinga en hann ætlar að mæta snemma á völlinn á sunnudaginn.

Allt viðtalið má sjá í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner