Dyche að taka við Forest - Chelsea vill Aghehowa - Njósnarar Barcelona sáu Greenwood fara á kostum
Siggi Hall: Ég er búinn að æfa heima
Túfa um Sigga Lár: Það er ekki í neinum klúbbi ég eða þú
Haddi: Virkilega góður dagur fyrir KA
Kjartan Henry um þjálfarastöðu FH: Mér skilst að það sé búið að ráða í þá stöðu
Siggi Lár ósáttur við viðskilnaðinn: Ég er búinn að reyna að tala við stjórn Vals í allt sumar
Hallgrímur Mar: Var búinn að hugsa um þetta fyrr í leiknum
„Vorum á botninum og höfðum engu að tapa“
Hrannar Snær: Verðum að vona það besta
Segir markmann ÍBV hafa eiginlega kýlt sig og Láka saka sig um dýfur
„Bara eins og maður hafi verið stunginn"
Lárus Orri: Hélt ég myndi ekki standa skælbrosandi á KA vellinum eftir að hafa tapað 5-1
Eiður Aron að flytja suður - „Væri frábært að skilja við liðið í efstu deild og í Evrópukeppni"
Láki fékk rautt - „Finnst allt í lagi að manni sé sýnd virðing“
Jón Þór: Þá skiptir það ekki fokking máli
Óskar lætur stöðutöfluna ekki skilgreina líf sitt - „Sef vel á nóttunni og vakna glaður“
Óskar Borgþórs hótaði að rífa sig úr að ofan - „Það var bara til að æsa aðeins"
Evrópusætið ekki lengur í höndum Breiðabliks - „Ömurleg tilfinning"
Sölvi Geir virkilega ánægður: Hefur reynst okkur erfiður útivöllur í gegnum tíðina
Samantha: Vildum sýna að við eigum titilinn skilið
Guðni: Hún mun nýtast land og þjóð vel í komandi framtíð
   fös 25. október 2024 15:08
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Viðtal
Arnar Gunnlaugs: Ómannlegt að fara í einhverja þvælu í gær
Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkinga.
Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkinga.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Arnar vonast til að fagna sigri á sunnudaginn.
Arnar vonast til að fagna sigri á sunnudaginn.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Núna er fullur fókus á Blikaleikinn," sagði Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkinga, í samtali við Fótbolta.net í dag. Á sunnudaginn mætast Víkingur og Breiðablik í hreinum úrslitaleik um sigur í Bestu deildinni. Það er gríðarleg eftirvænting fyrir þessum risastóra leik.

Víkingar unnu sigur á Cercle Brugge í Sambandsdeildinni í gær en núna er einbeitingin komin á það að vinna Breiðablik og vinna í leiðinni Íslandsmeistaratitilinn.

„Við komum saman eftir leikinn í gær og fengum okkur pizzu. Þú verður í þessu amstri að njóta góðu stundanna. Við leyfum okkur að fagna í gær. Svo vöknuðum við í morgun og þá hefst undirbúningurinn fyrir leikinn gegn Blikum. Þannig á það held ég að vera. Ef við hefðum strax farið í einhverja þvælu í gær að vera eins og vélmenni - að fara að einbeita okkur að Blikaleiknum - þá er það ómannlegt. Við vonandi gerðum þetta hárrétt," sagði Arnar.

Þeir hafa verið ótrúlegir
Það voru flestir að tala um Víking og Val fyrir tímabil, en Blikarnir hafa gert mjög vel eftir miklar breytingar.

„Þeir hafa verið ótrúlegir. Þeir hikstuðu smá í byrjun, eðlilega. Svo hafa þeir svarað pressunni - sem fylgir því að vera alltaf að elta - mjög vel. Þeir eru mjög þroskað lið. Þeir minna mig svolítið á Víkinga ef ég á að segja alveg eins og er."

„Það slær enginn Óskari Hrafni við í skemmtanagildi í fótbolta. Blikarnir voru hrikalega skemmtilegir undir hans stjórn og náðu frábærum árangri. Það er aðeins öðruvísi núna. Aðeins? Þeir eru töluvert öðruvísi lið. En engu að síður eru þeir frábært lið sem skorar mikið af mörkum og fær fá á sig," sagði Arnar.

Það er einstaklega skemmtilegt að fá þennan leik þar sem það er mikill rígur á milli þessara tveggja liða.

„Þetta er draumaúrslitaleikur allra held ég. Það er mikið búið að ganga á síðustu árin. Ég ætla að vona að þetta verði ekki neinn endapunktur en þetta er hápunktur rígsins síðustu árin. Svo tekur eitthvað nýtt við. Það mun mikið gerast í þessum leik. Það verða mörk og svo verður besta liðið Íslandsmeistari," sagði þjálfari Víkinga en hann ætlar að mæta snemma á völlinn á sunnudaginn.

Allt viðtalið má sjá í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
banner