Newcastle á eftir Scalvini - Barcelona snýr sér aftur að Díaz - Tottenham vill belgískan miðvörð
Hemmi Hreiðars: Rosalegur karakterssigur
Aðalsteinn Jóhann: Ég hef ekki hugmynd um það
Gylfi Þór: Vonandi verður þetta jákvætt í lok tímabilsins
Lárus Orri: Frekar fúllt að labba héðan í burtu með ekkert stig
Eyjamenn stöðvuðu blæðinguna - „Maður er búinn að bíða eftir því"
Sölvi Geir: Ætla að vona að þetta sé að einhverju leyti vellinum að kenna
Haraldur Einar: Vaknaði ferskur og írskir dagar
Davíð Smári ósáttur með stóra ákvörðun - „Ofboðslega sorglegt"
Rúnar Kristins: Ég skaut fastar en hann bæði með hægri og vinstri
Valsmenn fengu góðan stuðning á Ísafirði - „Það skiptir máli"
Freysi Sig: Hinn Hornfirski Messi
Jóhann Birnir: Þurfum að vera með fókus á það sem við erum að gera
Árni Freyr: Vorum litlir í okkur og náðum ekki að höndla svona barning
Bergvin stóð við stóru orðin - „Gaman að hafa smá banter í þessari deild"
Gunnar Már: Það var eins og við vorum manni færri
Gústi Gylfa: Rautt spjald snýst ekkert um agavandamál
Farið á þrjú stórmót og þetta er besta umhverfið
„Hvað gerðist ekki í þeim leik?"
Ræða forsetans gladdi - „Við sögðum allt sem lá á hjartanu"
Sveindís: Veit ekki hvort þeir hafi séð þetta fyrir sér fyrir nokkrum árum
   fös 25. október 2024 17:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Viðtal
Höskuldur: Sennilega stærsti leikur í sögu Íslandsmótsins
Höskuldur Gunnlaugsson, fyrirliði Breiðabliks.
Höskuldur Gunnlaugsson, fyrirliði Breiðabliks.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Höskuldur hefur átt stórgott tímabil.
Höskuldur hefur átt stórgott tímabil.
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
„Það er bara tilhlökkun," sagði Höskuldur Gunnlaugsson, fyrirliði Breiðabliks, þegar hann ræddi við Fótbolta.net fyrir úrslitaleikinn í Bestu deildinni sem fer fram á sunnudag.

Breiðablik heimsækir Víkinga í lokaleik deildarinnar en annað hvort þessara liða verður Íslandsmeistari. Liðin eru jöfn að stigum en Víkingar eru með betri markatölu.

„Það er bara æðislegt sem leikmaður að fá að taka þátt í þessum viðburði á sunnudaginn. Sennilega er þetta stærsti leikur í sögu Íslandsmótsins. Þetta er bara meiriháttar," sagði Höskuldur.

Það verður allt undir á sunnudaginn en Breiðablik náði að búa til þennan úrslitaleik með því að leggja Stjörnuna að velli. Fyrr um þann dag hafði Víkingur unnið ÍA en mikil umræða var um stór dómaramistök í þeim leik. Mark var ranglega tekið af ÍA undir lokin í stöðunni 3-3. Víkingar fóru svo upp og skoruðu. Blikar höfðu engan áhuga á því að láta Íslandsmótið enda þannig en ef þeir hefðu tapað gegn Stjörnunni, þá hefði mótið svo gott sem verið búið. Blikar stóðust pressuna og bjuggu til úrslitaleik.

„Þetta var mjög 'tricky' leikur fyrir Stjörnunni. Þeir eru með hörkulið og eru orkumiklir, erfiðir við að eiga. Svo náttúrulega var það 'tricky' staða að nálgast þann leik þar sem við höfðum öllu að tapa. Mér fannst við leysa það vel og heilt yfir var það heilsteypt frammistaða," sagði Höskuldur en hann viðurkennir að það hafi verið flókið að leikur ÍA og Víkings hafi farið fram fyrr um daginn.

„Maður er mannlegur, við erum engin vélmenni. En leikmannahópurinn tæklar það eins og margt annað í sumar af einstakri fagmennsku."

Besta tímabilið á ferlinum?
Höskuldur hefur átt frábært tímabil persónulega og verið einn besti leikmaður Íslandsmótsins. Ert þú að eiga þitt besta tímabil?

„Já, eflaust. Þau hafa verið helvíti fín síðustu tímabilin. Það má segja að þetta tímabil sé aðeins fyrir ofan. Maður er orðinn nokkuð sjóaður í að vita hvað virkar fyrir mann. Hausinn verður líka alltaf sterkari, reyndari og klókari. Ætli þetta sé ekki bara blanda af reynslu og að fá að spila fleiri leiki á miðjunni?" sagði fyrirliði Blika.

Allt viðtalið má sjá hér að ofan þar sem Höskuldur ræðir meira um tímabilið hjá Blikum.
Athugasemdir
banner