Man Utd ætlar að bjóða Calvert-Lewin samning - Al Nassr á eftir Rodrygo - Chelsea fylgist með stöðu Nwaneri
   mið 25. nóvember 2020 23:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Hinn 18 ára gamli Gravenberch gleymir þessu kvöldi seint
Hinn 18 ára gamli Ryan Gravenberch er einn mest spennandi miðjumaður Evrópu um þessar mundir.

Þessi hávaxni miðjumaður hefur þrátt fyrir ungan aldur fest sæti sitt í byrjunarliði hollenska stórliðsins á þessu tímabili. Hann hefur byrjað sjö af níu deildarleikjum liðsins í Hollandi.

Hann var í byrjunarliðinu í kvöld þegar Ajax mætti Midtjylland í Meistaradeild Evrópu.

Hann mun væntanlega seint gleyma þessu kvöldi þar sem hann skoraði sitt fyrsta mark í Meistaradeildinni. Það var alls ekki ljótt mark heldur - það var býsna fallegt.

Markið hjá þessum stórefnilega leikmanni má sjá hérna.


Athugasemdir
banner