Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   fim 25. nóvember 2021 23:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Alexandra slöpp og varð að fara af velli
Icelandair
Alexandra Jóhannsdóttir
Alexandra Jóhannsdóttir
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Alexandra Jóhannsdóttir var í byrjunarliði Íslands í leiknum gegn Japan í kvöld. Hún var tekin af velli í hálfleik í leiknum og var landsliðsþjálfarinn Þorsteinn Halldórsson spurður út í skiptinguna.

Sjá einnig:
Besti leikur liðsins undir stjórn Steina - „Gríðarlega sterkt"

Lestu um leikinn: Japan 0 -  2 Ísland

Hver var hugsunin á bakvið það að skipta Alexöndru út af í hálfleik?

„Alexandra var smá slöpp. Það var smá orkuleysi sem varð þess valdandi að við urðum að gera þessa breytingu."

Fannst þér það sýnilegt í fyrri hálfleiknum að hún var slöpp?

„Eftir því sem leið á hálfleikinn þá fór maður aðeins að sjá að hún var ekki alveg 100%. Við ákváðum að þrauka fram að hálfleik og skipta svo."

Var þetta eitthvað sem þú vissir af fyrir leik?

„Við vissum af því að það væri búið að vera smá vandamál en þetta var ekkert sem við héldum að væri neitt alvarlegt. Hún var í góðu lagi í upphitunninni en eftir því sem leið á leikinn þá fóru hlutirnir að versna."
Athugasemdir
banner
banner
banner