
Hægri bakvörðurinn Danilo mun ekki leika meira í riðlakeppninni á HM í Katar vegna meiðsla sem hann varð fyrir í leiknum gegn Serbíu í gærkvöldi.
Danilo varð fyrir meiðslum á vinstri ökkla í gær og fór hann í skoðun á meiðslunum í dag.
Það er orðið ljóst að hann getur ekki spilað í næstu leikjum gegn Sviss og Kamerún.
Staðan verður tekin aftur þegar riðlakeppninni er lokið, en Brasilía fór vel af stað í gær með 2-0 sigri.
Það er spurning hvort reynsluboltinn Dani Alves, sem er 39 ára gamall, muni koma inn í liðið fyrir Danilo.
Sjá einnig:
Ólíklegt að Neymar muni spila meira í riðlakeppninni
Athugasemdir