Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fös 25. nóvember 2022 14:38
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Einar Karl í Grindavík (Staðfest)
Lengjudeildin
Einar Karl Ingvarsson.
Einar Karl Ingvarsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Miðjumaðurinn Einar Karl Ingvarsson hefur fengið félagaskipti yfir til Grindavíkur í Lengjudeildinni.

Það var greint frá því hér á síðunni fyrr í dag að Einar Karl væri að nálgast Grindavík. Nú hefur það verið staðfest að hann sé kominn yfir til Grindavíkur.

Einar Karl, sem er 29 ára, skrifar undir tveggja ára samning við Grindavík.

„Ég er gríðarlega stoltur af því að bjóða Einar Karl velkominn til félagsins. Þetta er frábær leikmaður og persóna sem á eftir að styrkja okkar lið mikið. Koma hans til félagsins endurspeglar þann mikla metnað sem við í Grindavík höfum til að berjast um að komast á ný í deild þeirra bestu," segir Haukur Guðberg Einarsson, formaður Knattspyrnudeildar Grindavíkur.

„Það er mjög ánægjulegt að vera genginn til liðs við Grindavík. Mér leið mjög vel hjá félaginu þegar ég var hér síðast og það er mikill hugur í Grindvíkingum. Ég er mjög spenntur fyrir komandi tímabili með Grindavík og hlakka til að hefast handa," segir Einar Karl.

Einar rifti samningi sínum við Stjörnuna eftir liðið tímabil en hann var óánægður með spiltímann sem hann fékk í Garðabænum.

Einar er 29 ára og uppalinn hjá FH en hann gekk í raðir Stjörnunnar frá Val fyrir tímabilið 2021.

Helgi Sigurðsson tók við Grindavík eftir að liðið hafnaði í sjötta sæti Lengjudeildarinnar í sumar. Liðið ætlar sér að komast upp í Bestu deildina á næsta tímabili.
Athugasemdir
banner
banner