Man Utd ætlar að bjóða í Barkley - Varane og Casemiro aftur til Real?
banner
   fös 25. nóvember 2022 06:00
Elvar Geir Magnússon
Einar Karl nálgast Grindavík
Lengjudeildin
Einar Karl Ingvarsson.
Einar Karl Ingvarsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Miðjumaðurinn Einar Karl Ingvarsson virðist vera að fara í Grindavík í Lengjudeidinni samkvæmt heimildum Fótbolta.net.

Einar rifti samningi sínum við Stjörnuna eftir liðið tímabil en hann var óánægður með spiltímann sem hann fékk í Garðabænum.

Einar er 29 ára og uppalinn hjá FH en hann gekk í raðir Stjörnunnar frá Val fyrir tímabilið 2021.

„Fyrst og fremst er ég ósáttur við hversu fáa leiki ég byrjaði. Ég byrjaði 12 leiki af 27 sem er ekki í samræmi við væntingar mínar og tel að ég hafi átt fá fleiri tækifæri í byrjunarliðinu," sagði Einar við Fótbolta.net í upphafi mánaðarins.

Helgi Sigurðsson tók við Grindavík eftir að liðið hafnaði í sjötta sæti Lengjudeildarinnar í sumar. Liðið ætlar sér að komast upp í Bestu deildina á næsta tímabili.

Grindvíkingar hafa verið með alla anga úti á leikmannamarkaðnum og útlit fyrir þonokkrar tilkynningar frá þeim í vetur.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner