Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   fös 25. nóvember 2022 12:47
Elvar Geir Magnússon
Hefði verið tekinn af velli ef hann héti ekki Gareth Bale
Gareth Bale hefur alls ekki staðið undir væntingum.
Gareth Bale hefur alls ekki staðið undir væntingum.
Mynd: Getty Images
James Collins, fyrrum landsliðsmaður Wales, er einn af sérfræðingum breska ríkisútvarpsins á HM í Katar.

Hann fór yfir stöðu mála eftir að Wales tapaði 2-0 gegn Íran í dag. Spilamennska Wales var þunglamaleg og sigur íranska liðsins sanngjarn.

Skærasta stjarna velska liðsins, Gareth Bale, gat afskaplega lítið í leiknum og var sár og svekktur í viðtali eftir leik.

„Maður gat heyrt vonleysið í röddinni hjá Gareth Bale eftir leik, hluti af ástæðunni gæti verið hans eigin frammistaða. Hann veit að hann hefur alls ekki spilað eins vel og væntingar stóðu til," sagði Collins.

„Við getum ekki reitt okkur á það að hann moki okkur úr vandræðum, búi til töfra eða skori heimsklassa mark. Ef þetta væri ekki Bale þá hefði hann verið tekinn af velli, en það þarf hugrekki til að taka hann út af þó hann sé ekki að spila vel."

„Bale er það hreinskilinn að hann er fyrsti maðurinn til að viðurkenna að þetta hafi ekki verið nægilega gott og alls ekki eftir væntingum. Aaron Ramsey hefur líka verið vonbrigði. Wales þarf meira frá þeim til að eiga möguleika á að komast áfram."
Athugasemdir
banner
banner