Diaz, Salah, Gallagher, Jorginho, Greenwood, Cancelo og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   fös 25. nóvember 2022 09:42
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Hlé á kennslu á meðan Wales spilar
Stuðningsmenn gíraðir í leikinn
Stuðningsmenn gíraðir í leikinn
Mynd: EPA
Wales er í leit að sínum fyrsta sigri á Heimsmeistaramóti í 64 ár. Liðið gerði jafntefli gegn Bandaríkjunum í fyrst umferð B-riðils og klukkan 10:00 mætir liðið Íran í 2. umferð.

Liðið er á sínu fyrsta HM síðan 1958 og er þetta annað mótið í sögunni sem þjóðin kemst á. 1958 vann liðið Ungverjaland í fjórða leik sínum í riðlakeppninni en féll svo úr leik gegn Brasilíu í næstu umferð. Brasilía endaði á að vinna það mót.

Allir í Wales verða með augun á leiknum, jafnvel þeir sem eiga að vera í kennslustund. Skólar mega aflýsa kennslu á meðan leik stendur svo nemendur geti fylgst með liðinu spila leikinn.

Walesverjar munu horfa á Gareth Bale taka fram úr Chris Gunter yfir leikjahæsta leikmann sögunnar og vonast eflaust margir til þess að Bale afgreiði Íran í dag.

Lokaleikur Wales verður svo gegn Englandi í upphafi næstu viku.
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner