Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fös 25. nóvember 2022 12:07
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
HM: Íran fór langleiðina með að senda Bale og félaga heim
Íran fagnar marki.
Íran fagnar marki.
Mynd: Getty Images
Wales 0 - 2 Íran
0-1 Ramin Rezaeian ('90 )
0-2 Roozbeh Cheshmi ('90 )
Rautt spjald: Wayne Hennessey, Wales ('86)

Það virtist stefna í fimmta markalausa jafnteflið á HM þegar Wales og Íran áttust við í morgunleiknum í dag, en það var dramatík undir lokin sem kom í veg fyrir það.

Þegar komið var fram í uppbótartíma þá veltu Íranir líklega fyrir sér hvernig þeir voru ekki búnir að skora. Eftir tæplega klukkutíma leik áttu þeir tvö stangarskot á tíu sekúndum. Svo fékk Sardar Azmoun algjört dauðafæri en skallaði boltann beint á Wayne Hennessey í marki Wales.

Á 86. mínútu fékk Wayne Hennessey, markvörður Wales, að líta rautt spjald fyrir glórulaust háskaspark. Í kjölfarið tókst Íran að skora tvisvar.

Ramin Rezaeian kom Íran yfir með góðu skoti á 98. mínútu en níu mínútum var bætt við. Svo bætti Roozbeh Cheshmi við öðru marki og lokatölur 0-2.

Íran er með þrjú stig núna í öðru sæti riðilsins en Wales er komið langleiðina heim. Þeir eru með eitt stig og mæta Englandi í lokaumferðinni. Þeir þurfa að vinna England og treysta á önnur úrslit til að fara áfram.
Athugasemdir
banner
banner
banner