fös 25. nóvember 2022 15:03
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
HM: Senegal gerði svo gott sem út um vonir heimamanna - Sjáðu mörkin
Senegal er núna með þrjú stig.
Senegal er núna með þrjú stig.
Mynd: Getty Images
Katar 1 - 3 Senegal
0-1 Boulaye Dia ('41 )
0-2 Famara Diedhiou ('48 )
1-2 Mohammed Muntari ('78 )
1-3 Bamba Dieng ('84 )

Heimamenn í Katar eru svo gott sem úr leik eftir tap gegn Senegal í öðrum leik sínum á heimsmeistaramótinu í Katar.

Þeir litu skelfilega út í fyrsta leik gegn Ekvador en litu þeir ögn betur út gegn Senegal í dag, en það var ekki nóg.

Katar vildi fá víti í fyrri hálfleik þegar Akram Afif féll niður til jarðar innan teigs, en ekkert var dæmt. Stuttu eftir það skoraði Boulaye Dia og kom Senegal eftir klaufalegan varnarleik.

Famara Diedhiou bætti við öðru marki í byrjun seinni hálfleiks. Katar kom sér meira inn í leikinn í kjölfarið og var Edouard Mendy mjög svo góður í marki Senegal. Hann náði hins vegar ekki að koma í veg fyrir mark sem Mohammed Muntari skoraði á 78. mínútu.

Bamba Dieng gerði þó út um leikinn fyrir Senegal með marki eftir flott spil á 84. mínútu.

Senegal er með þrjú stig en Katar er án stiga. Katar fellur úr leik ef Ekvador og Holland gera jafntefli í næsta leik dagsins.





Athugasemdir
banner
banner
banner